Brady hafði betur gegn Manning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2014 08:21 Vísir/Getty Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5 NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Tom Brady og félaga hans í New England Patriots í NFL-deildinni en í nótt hafði liðið betur gegn meistaraefnunum í Denver Broncos á heimavelli, 43-21. Ættjarðarvinirnir gerðu snemma út um leikinn en eftir að Broncos skoraði fyrsta snertimarkið í leiknum komu 24 stig í röð frá New England. Margir eru á þeirri skoðun að Payton Manning, hinn magnaði leikstjórnandi Broncos, eigi erfitt uppdráttar í köldu veðri en hann kastaði engu að síður yfir 400 jarda í leiknum og fyrir tveimur snertimörkum. Hann kastaði þó boltanum einnig tvisvar í hendur andstæðingsins. Brady var með 333 sendingajarda í leiknum og hefur nú unnið ellefu af sextán viðureignum sínum gegn Manning. Sigurhlutfall Patriots er nú 7-2 og liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Brady hefur verið algjörlega magnaður á þessum kafla eftir að hann fór rólega af stað í byrjun tímabilsins. Broncos stendur í 6-2 en bæði lið leika í AFC-deildinni. Aðeins eitt lið er með betra sigurhlutfall en Patriots en það er Arizona Cardinals (7-1) sem vann Dallas Cowboys, 28-17. Dallas er eitt af betri liðum deildarinnar en saknaði leikstjórnandans Tony Romo sárlega en hann er frá vegna bakmeiðsla. Það var að auki margt um að vera að venju í deildinni en spennan var hvergi meiri en í San Francisco þar sem St. Louis Rams hafði betur gegn heimamönnum, 13-10. 49ers fékk þó tækifæri til að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en leikstjórnandinn Colin Kaepernick tapaði boltanum við endalínuna á dramatískan máta. Pittsburgh vann svo í nótt sannfærandi sigur á Baltimore, 43-23, þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger varð fyrsti maðurinn í sögunni til að gefa sex snertimarkssendingar í tveimur leikjum í röð. Hann hafði fyrir síðasta leik gefið tíu snertimarkssendingar allt tímabilið. Meistararnir í Seattle Seahawks ráku svo af sér slyðruorðið með 30-24 sigri á Oakland og eru nú 5-3 á leiktíðinni eftir tvo sigra í röð. Oakland er eina liðið í deildinni sem hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Úrslit gærdagsins: Cleveland - Tampa Bay 22-17 Dallas - Arizona 17-28 Houston - Philadelphia 21-31 Kansas City - NY Jets 24-10 Cincinnati - Jacksonville 33-23 Miami - San Diego 37-0 Minnesota - Washington 29-26 San Francisco - St. Louis 10-13 New England - Denver 43-21 Seattle - Oakland 30-24 Pittsburgh - Baltimore 43-23 Staðan: AFC austur: New England 7-2 Buffalo 5-3 Miami 5-3 NY Jets 1-8 AFC norður: Cincinnati 5-2-1 Pittsburgh 6-3 Cleveland 5-3 Baltimore 5-4 AFC suður: Indianapolis 5-3 Houston 4-5 Tennessee 2-6 Jacksonville 1-8 AFC vestur: Denver 6-2 Kansas City 5-3 San Diego 5-4 Oakland 0-8 NFC austur: Philadelphia 6-2 Dallas 6-3 NY Giants 3-4 Washington 3-6 NFC norður: Detroit 6-2 Green Bay 5-3 Minnesota 4-5 Chicago 3-5 NFC suður: New Orleans 4-4 Carolina 3-5-1 Atlanta 2-6 Tampa Bay 1-7 NFC vestur: Arizona 7-1 Seattle 5-3 San Francisco 4-4 St. Louis 3-5
NFL Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Sjá meira