Innlent

Vinna við innra eftirlit lögreglu hafin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson hver afstaða hans til stofnunar sjálfstæðis eftirlits væri.
Helgi Hrafn Gunnarsson spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson hver afstaða hans til stofnunar sjálfstæðis eftirlits væri. vísir/gva/daníel
Vinna við uppbyggingu innra eftirlits lögreglu hófst síðastliðið sumar samkvæmt tillögu frá ríkissaksóknara. Slíkt eftirlit mun að öllum líkindum ekki heyra undir sömu stjórn og lögregla en eftirlitið mun hafa svipað sjálfstæði og saksóknarar gera í dag. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í dag.

„En rétt eins og í allri löggæslu og dómskerfinu þurfa að sjálfsögðu þræðirnir að liggja saman einhver staðar og þeir hafa gert það í innanríkisráðuneytinu. En jafnvel þar eru ákveðin svið eins og saksókn með mjög mikið sjálfstæði og geri ráð fyrir að embætti eða starfsmenn sem hefðu það hlutverk að hafa innra eftirlit með lögreglunni myndu njóta slíks sjálfstæðis líka,“ sagði Sigmundur.

Svaraði hann þar með fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem óskaði eftir afstöðu hans til stofnunar sjálfstæðs eftirlits og hvernig slíkt fyrirkomulag gæti orðið sem sjálfstæðast og best aðskilið frá almennri vinnu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×