Erlent

ISIS hafa myrt rúmlega þrjú hundruð í Albu Nimir ættbálknum undanfarna daga

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty
Hið minnsta 322 úr röðum Albu Nimir ættbálksins í vesturhluta Írak hafa verið myrtir í áhlaupi liðsmanna Íslamska ríkisins undanfarna daga.

Þetta fullyrða yfirvöld í Írak og segja að körlum, konum og börnum hafi verið stillt upp til aftöku reglulega síðustu daga auk þess sem fjöldagrafir hafi fundist á svæðinu.

Liðsmenn Albu Nimir höfðu gengið til liðs við yfirvöld í Bagdad í baráttunni gegn Íslamska ríkinu sem stjórnar stórum hluta af Vestur Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×