Erlent

Leiðtogi ISIS mögulega fallinn

Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS-samtakanna, kom óvænt fram í mosku í borginni Mosul í júlí síðastliðinn.
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS-samtakanna, kom óvænt fram í mosku í borginni Mosul í júlí síðastliðinn. Vísir/AFP
Ekki er útilokað að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS-samtakanna, hafi fallið í loftárás Bandaríkjamanna á bílalest í norðurhluta Íraks á föstudag.

Um fimmtíu ISIS-liðar féllu eða særðust í árásinni en óstaðfestar heimildir herma að al-Baghdadi sé á meðal hinna föllnu.

Í frétt Guardian segir að íröksk stjórnvöld vinni nú að því að reyna fá þetta staðfest en vestrænir hernaðarsérfærðingar telja að þetta muni lítil áhrif á getu samtakannna til að halda uppi hernaði í Miðausturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×