„Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna“ Stefán Árni skrifar 9. nóvember 2014 18:32 „Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“ Airwaves Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“
Airwaves Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira