Erlent

Danir byrjaðir að sprengja í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
F16-vélar danska hersins hafa tekið á loft ellefu sinnum frá því á fimmtudaginn.
F16-vélar danska hersins hafa tekið á loft ellefu sinnum frá því á fimmtudaginn. Vísir/AFP
Danskar orrustuþotur hafa skotið fyrstu sprengjunum á skotmörk tengdum ISIS í Írak.

Þetta kemur fram á heimasíðu danska hersins, en alls hafa F16-vélar hersins tekið á loft ellefu sinnum frá 16. október.

„Þær aðgerðir sem Danmörk hefur tekið þátt í, hafa verið aðgerðir til sóknar og hafa dönsku vélarnar notað sprengjur í nokkrum þeirra,“ segir í tilkynningunni.

Þetta er í fyrsta sinn sem danski herinn greinir frá sprengjuárásum framkvæmdum af dönskum orrustuþotum. Ekki er greint nákvæmlega frá þeim skotmörkum sem um ræðir.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að Danmörk sé eitt fjörutíu ríkja sem vinna saman að því að hefta sókn ISIS-liða í Írak og Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×