„Ætla að taka Breivik á þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2014 20:57 Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Vísir/Róbert Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga lífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira