„Ætla að taka Breivik á þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2014 20:57 Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Vísir/Róbert Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira