Vettel sleppir væntanlega tímatökunni í Texas Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. október 2014 16:30 Vettel mun sennilega sitja hjá og horfa á í tímatökunni á laugardag. Vísir/Getty Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. Reglurnar kveða á um að nota megi fimm eintök af hverjum hluta vélarinnar. Eftir að sjötta eintakið af einhverjum hlutanna er notað þá er ökumaður færður aftur um 10 sæti á ráslínu. Red Bull íhugar að taka einn skell og skipta um allt í vél Vettel. Ef af því verður þá mun Vettel þurfa að hefja keppni frá þjónustusvæðinu á sunnudaginn. Þá er engin sérstök ástæða til að taka þátt í tímatökunni og best að spara nýju vélasamstæðuna. „Ég held að þetta verði staðfest, en já, við verðum að setja aðra vél í á árinu og það verður mjög liklega hér. Augljóslega gekk okkur illa hvað varðar áreiðanleika á fyrri hluta tímabils, það gerðist margt sem hefur leitt okkur í þessa stöðu. Við munum aka á æfingunum til að nýta brautartímann, en við munum einblína á keppnina því gott gengi í tímatöku skiptir engu ef við þurfum hvort eð er að ræsa frá þjónusutsvæðinu,“ sagði Vettel. „Það má ræða um skylduna til að taka þátt en þegar allt kemur til alls þá verðum við að skipuleggja okkur í þessum aðstæðum með vélarnar. Reglurnar eru eins fyrir alla, auðvitað var það okkur að kenna að vera gráðug í byrun tímabils, ég glímdi við ýmis vandamál tengd áreiðanleika og það fóru margar vélar í súginn,“ bætti Vettel við. Það verða því væntanlega aðeins 17 bílar sem taka þátt í tímatökunni á laugardag. FIA (alþjóða akstursíþróttasambandið) gæti gripið inn í en ef ekki mun einungis einn bíll detta út í fyrstu lotu á laugardaginn. Enda eru Marussia og Caterham ekki þáttakendur í bandaríska kappakstrinum í ár. Formúla Tengdar fréttir Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00 McLaren með stóra uppfærslu Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl. 16. október 2014 22:45 Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45 Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel, fjórfaldur og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir að líklega muni hann sleppa tímatökunni. Tilgangurinn er að spara nýja vél sem sett verður í bílinn. Reglurnar kveða á um að nota megi fimm eintök af hverjum hluta vélarinnar. Eftir að sjötta eintakið af einhverjum hlutanna er notað þá er ökumaður færður aftur um 10 sæti á ráslínu. Red Bull íhugar að taka einn skell og skipta um allt í vél Vettel. Ef af því verður þá mun Vettel þurfa að hefja keppni frá þjónustusvæðinu á sunnudaginn. Þá er engin sérstök ástæða til að taka þátt í tímatökunni og best að spara nýju vélasamstæðuna. „Ég held að þetta verði staðfest, en já, við verðum að setja aðra vél í á árinu og það verður mjög liklega hér. Augljóslega gekk okkur illa hvað varðar áreiðanleika á fyrri hluta tímabils, það gerðist margt sem hefur leitt okkur í þessa stöðu. Við munum aka á æfingunum til að nýta brautartímann, en við munum einblína á keppnina því gott gengi í tímatöku skiptir engu ef við þurfum hvort eð er að ræsa frá þjónusutsvæðinu,“ sagði Vettel. „Það má ræða um skylduna til að taka þátt en þegar allt kemur til alls þá verðum við að skipuleggja okkur í þessum aðstæðum með vélarnar. Reglurnar eru eins fyrir alla, auðvitað var það okkur að kenna að vera gráðug í byrun tímabils, ég glímdi við ýmis vandamál tengd áreiðanleika og það fóru margar vélar í súginn,“ bætti Vettel við. Það verða því væntanlega aðeins 17 bílar sem taka þátt í tímatökunni á laugardag. FIA (alþjóða akstursíþróttasambandið) gæti gripið inn í en ef ekki mun einungis einn bíll detta út í fyrstu lotu á laugardaginn. Enda eru Marussia og Caterham ekki þáttakendur í bandaríska kappakstrinum í ár.
Formúla Tengdar fréttir Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00 McLaren með stóra uppfærslu Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl. 16. október 2014 22:45 Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45 Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00 Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15
Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00
McLaren með stóra uppfærslu Eric Boullier, keppnisstjóri McLaren segir að liðið muni mæta til keppni í Abú Dabí með mikið uppfærðan bíl. 16. október 2014 22:45
Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. 26. október 2014 23:45
Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00
Bræður vilja bjarga Marussia Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu. 28. október 2014 20:30
Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45