Lewis Hamilton vann fjórða kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 12:46 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. Þetta var góður dagur fyrir Mercedes því liðið vann tvöfaldan sigur í níunda sinn á tímabilinu. Þetta var sögulegur dagur því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Rússlandi. Mercedes-liðið tryggði sér heimsmeistaratitlinn með þessum tvöfalda sigri en það eru enn eftir þrjár keppnir í Bandaríkjunum, í Brasilíu og Sameinuðu Furstadæmunum. Það er hinsvegar mikil spenna í keppni ökumanna þar sem liðsfélagarnir bítast um sigurinn. Lewis Hamilton og Mercedes eru í frábæru formi þessi misserin því þetta var fjórði kappaksturinn í röð sem hann kemur fyrstu í mark og þá er Hamilton alls búinn að vinna níu keppnir á tímabilinu. Hamilton er nú kominn með 291 stig en Nico Rosberg er 17 stigum á eftir honum með 274 stig. Rosberg var með 29 stiga forskot á Hamilton fyrir þessar fjóra sigra Lewis Hamilton í röð. Rosberg þekkir það vel að vera í öðru sæti á þessu tímabili en hann var nú annar í níunda skipti. Finninn Valtteri Bottas á Williams-Mercedes varð þriðji en þetta í fimmta sinn í síðustu níu keppnum þar sem hann kemst upp á pall.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira