Ekki sama hver lánar Skjóðan skrifar 16. október 2014 09:49 Nú er komið á daginn að Seðlabankinn tapaði gríðarlegum fjármunum á lánveitingunni til Kaupþings. Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. Óneitanlega kemur nokkuð á mann við þessi tíðindi. Hvernig var brugðið frá hefðbundnum verklagsferlum við þessa lánveitingu? Var lánið samþykkt á milli lánanefndafunda? Var forminu ekki fylgt? Var lánið greitt út án þess að fundargerð lægi fyrir. Lánaði bankastjórinn peningana sjálfur og fékk samþykki stjórnar eftirá? Dómstólar landsins kljást þessi misserin við opinber mál sem Sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur fyrrverandi stjórnendum gömlu bankanna. Mörg þeirra fjalla fyrst og fremst um umboðssvik sem felast þá í því að stjórnendur bankanna hafi ekki fylgt verklagsferlum við lánveitingar. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að það flokkist undir alvarlegt refsivert athæfi að fylgja ekki verkferlum út í hörgul og hefur dæmt fyrrverandi bankastjórnendur í margra ára fangelsi fyrir slíkt. Engar skýringar á frávikum frá verklagsferlum hafa verið teknar til greina og ekki talið skipta máli hvort viðkomandi lánveitingar hafi orðið viðkomandi fjármálastofnun til hags eða skaða. Í þessari viku er dómtekið mál á hendur stjórnendum og stjórn SPRON vegna tveggja milljarða lánveitingar til Exista, helsta hluthafa bankans, nokkrum dögum áður en umrætt 500 milljóna evra lán Seðlabankans til Kaupþings var veitt. Í SPRON-málinu virðast sakarefnin að stærstum hluta vera þau að lánið hafi ekki endurheimst og því hafi orðið tveggja milljarða tjón. Nú er komið á daginn að Seðlabankinn tapaði gríðarlegum fjármunum á lánveitingunni til Kaupþings. Þar lánaði Seðlabankinn næstum allan gjaldeyrisforða landsins í einni lánveitingu og braut allar reglur í leiðinni. Verkferlum var vikið til hliðar og formreglur að engu hafðar. Tjónið vegna þessa eina láns er litlir 35 milljarðar króna. Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem Sérstakur saksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur beita gagnvart athæfi stjórnenda viðskiptabankanna eru öll skilyrði umboðssvika uppfyllt í þessari dæmalausu lánveitingu, þegar Seðlabankinn lánaði gjaldeyrisforðann á einu bretti. Það kostar um 40 milljarða á ári að reka Landspítalann sem þýðir að Seðlabankinn tapaði öllu rekstrarfé Landspítalans fram í nóvember með þessari einu lánveitingu. En í Seðlabankanum var enginn ábyrgur og enginn Sérstakur saksóknari kallaður til. Já, það er með þá Jón og séra Jón …Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. Óneitanlega kemur nokkuð á mann við þessi tíðindi. Hvernig var brugðið frá hefðbundnum verklagsferlum við þessa lánveitingu? Var lánið samþykkt á milli lánanefndafunda? Var forminu ekki fylgt? Var lánið greitt út án þess að fundargerð lægi fyrir. Lánaði bankastjórinn peningana sjálfur og fékk samþykki stjórnar eftirá? Dómstólar landsins kljást þessi misserin við opinber mál sem Sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur fyrrverandi stjórnendum gömlu bankanna. Mörg þeirra fjalla fyrst og fremst um umboðssvik sem felast þá í því að stjórnendur bankanna hafi ekki fylgt verklagsferlum við lánveitingar. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að það flokkist undir alvarlegt refsivert athæfi að fylgja ekki verkferlum út í hörgul og hefur dæmt fyrrverandi bankastjórnendur í margra ára fangelsi fyrir slíkt. Engar skýringar á frávikum frá verklagsferlum hafa verið teknar til greina og ekki talið skipta máli hvort viðkomandi lánveitingar hafi orðið viðkomandi fjármálastofnun til hags eða skaða. Í þessari viku er dómtekið mál á hendur stjórnendum og stjórn SPRON vegna tveggja milljarða lánveitingar til Exista, helsta hluthafa bankans, nokkrum dögum áður en umrætt 500 milljóna evra lán Seðlabankans til Kaupþings var veitt. Í SPRON-málinu virðast sakarefnin að stærstum hluta vera þau að lánið hafi ekki endurheimst og því hafi orðið tveggja milljarða tjón. Nú er komið á daginn að Seðlabankinn tapaði gríðarlegum fjármunum á lánveitingunni til Kaupþings. Þar lánaði Seðlabankinn næstum allan gjaldeyrisforða landsins í einni lánveitingu og braut allar reglur í leiðinni. Verkferlum var vikið til hliðar og formreglur að engu hafðar. Tjónið vegna þessa eina láns er litlir 35 milljarðar króna. Samkvæmt þeirri skilgreiningu sem Sérstakur saksóknari og Héraðsdómur Reykjavíkur beita gagnvart athæfi stjórnenda viðskiptabankanna eru öll skilyrði umboðssvika uppfyllt í þessari dæmalausu lánveitingu, þegar Seðlabankinn lánaði gjaldeyrisforðann á einu bretti. Það kostar um 40 milljarða á ári að reka Landspítalann sem þýðir að Seðlabankinn tapaði öllu rekstrarfé Landspítalans fram í nóvember með þessari einu lánveitingu. En í Seðlabankanum var enginn ábyrgur og enginn Sérstakur saksóknari kallaður til. Já, það er með þá Jón og séra Jón …Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15
Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00