Pirelli breytti dekkjavali vegna ummæla Massa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. október 2014 10:00 Massa hafði áhyggjur af dekkjavali Pirelli og fékk því breytt. Vísir/getty Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins í formúlu 1 sagði dekkjaval Pirelli fyrir brasilíska kappaksturinn „hættulegt, mjög hættulegt,“ og „óásættanlegt.“ Hann talaði um að nýtt slitlag sem lagt hefur verið á Interlagos brautina og að það auki slysahætturna að vera með hörð og meðalhörð dekk þar. Viðbröðg Pirelli voru þau að spyrja liðin hvort þau styðji það að nota frekar meðalhörð og mjúk dekk. „Dekkjaval fyrir brasilíksa kappaksturinn hefur breyst, eftir að Pirelli óskaði eftir skoðunum liðanna og fékk fyrir því einróma samþykki,“ segir í yfirlýsingu frá ítalska dekkjaframleiðandanum. „Þrátt fyrir að hörðu og meðalhörðu dekkin hafi verið notuð í Brasilíu síðustu tvö ár, hefur nýtt slitlag á Interlagos valdið því að breytt verður yfir í meðalhörð og mjúk dekk. Þetta nýja val er það sama og verður í bandaríska kappakstrinum helgina á undan,“ sagði einnig í yfirlýsingu Pirelli.Paul Hembery, deildarstjóri kappakstursdeildar Pirelli bætti við: „Við höfum alltaf sagt að við séum opin fyrir breytingum ef þeirra er óskað. Eftir nánari tæknilega greiningu á nýlögðu slitlagi, ásamt áhættumati á ofhitnun dekkjanna höfum við ákveðið að breyta að þessu sinni og það með einróma sammþykki liðanna.“ Massa, hinn brasilíski er gríðarlega reynslumikill ökumaður og veit sitthvað um hvað hann syngur. Það verður forvitnilegt að sjá hvort fleiri muni leggja til breytingar á dekkjavali í framhaldi af þessu. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00 Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Massa: Flott að enda framar en Ferrari Felipe Massa kveðst vongóður að Williams liðið nái að skáka hans gamla liði Ferrari í stigakeppni bílasmiða. Hann segir að það væri mjög jákvætt fyrir Williams. 16. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins í formúlu 1 sagði dekkjaval Pirelli fyrir brasilíska kappaksturinn „hættulegt, mjög hættulegt,“ og „óásættanlegt.“ Hann talaði um að nýtt slitlag sem lagt hefur verið á Interlagos brautina og að það auki slysahætturna að vera með hörð og meðalhörð dekk þar. Viðbröðg Pirelli voru þau að spyrja liðin hvort þau styðji það að nota frekar meðalhörð og mjúk dekk. „Dekkjaval fyrir brasilíksa kappaksturinn hefur breyst, eftir að Pirelli óskaði eftir skoðunum liðanna og fékk fyrir því einróma samþykki,“ segir í yfirlýsingu frá ítalska dekkjaframleiðandanum. „Þrátt fyrir að hörðu og meðalhörðu dekkin hafi verið notuð í Brasilíu síðustu tvö ár, hefur nýtt slitlag á Interlagos valdið því að breytt verður yfir í meðalhörð og mjúk dekk. Þetta nýja val er það sama og verður í bandaríska kappakstrinum helgina á undan,“ sagði einnig í yfirlýsingu Pirelli.Paul Hembery, deildarstjóri kappakstursdeildar Pirelli bætti við: „Við höfum alltaf sagt að við séum opin fyrir breytingum ef þeirra er óskað. Eftir nánari tæknilega greiningu á nýlögðu slitlagi, ásamt áhættumati á ofhitnun dekkjanna höfum við ákveðið að breyta að þessu sinni og það með einróma sammþykki liðanna.“ Massa, hinn brasilíski er gríðarlega reynslumikill ökumaður og veit sitthvað um hvað hann syngur. Það verður forvitnilegt að sjá hvort fleiri muni leggja til breytingar á dekkjavali í framhaldi af þessu.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00 Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Massa: Flott að enda framar en Ferrari Felipe Massa kveðst vongóður að Williams liðið nái að skáka hans gamla liði Ferrari í stigakeppni bílasmiða. Hann segir að það væri mjög jákvætt fyrir Williams. 16. ágúst 2014 11:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00
Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00
Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00
Massa: Flott að enda framar en Ferrari Felipe Massa kveðst vongóður að Williams liðið nái að skáka hans gamla liði Ferrari í stigakeppni bílasmiða. Hann segir að það væri mjög jákvætt fyrir Williams. 16. ágúst 2014 11:45