Vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar Þ.Ó. í Brussel skrifar 18. október 2014 20:31 Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lýst því yfir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun ESB. Vísir / AFP Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst. Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst.
Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira