Ólafur Ragnar gerði það sem Obama hefði aldrei gert Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 13:30 „Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér. Game of Thrones RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér.
Game of Thrones RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira