Litli hershöfðinginn bjargaði Sprengjusveitinni | öll úrslitin í NFL Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 09:30 Russell Wilson skilaði sigri í framlengingu. vísir/getty Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37 NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira
Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Sjá meira