Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Birta Björnsdóttir skrifar 22. september 2014 17:36 Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán. Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán.
Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira