„Sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. september 2014 15:30 Blær, Katrín og Valdís „Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær. Airwaves Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær.
Airwaves Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira