FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. september 2014 16:15 Talið er að galli í forrtinu Find My iPhone hafi veitt tölvuþrjótunum aðgang að myndum úr einkasafni Jennifer Lawrence og fleiri frægra. Bæði bandaríska alríkislögreglan (FBI) og fyrirtækið Apple rannsaka nú hvernig tölvuþrjótar komust inn á reikning fjölda þekktra einstaklinga og stálu myndum af þeim. Myndirnar hafa birst á netinu, upphaflega í gegnum vefsíðuna 4chan. Mesta umfjöllunin í erlendum fjölmiðlum hefur verið um myndir sem birtust af leikkonunni Jennifer Lawrence. Myndir af henni nakinni hafa gengið um netheima og hefur mikil umræða farið fram um siðferði þeirra sem hafa leitað myndirnar uppi og hefur talskona leikkonunnar sagt að þeir miðlar sem birti myndirnar verði lögsóttir.Líklegt að þeir hafi brotist inn í ský Ekki er enn vitað hvernig tölvuþrjótarnir komust í myndirnar. Talið er að þeir hafi brotið sér leið inn á svokallaða iCloud-reikninga, en iPhone símar Apple geta vistað allar myndir á þessi svokölluðu ský. Skýin gera það að verkum að ef fólk týnir síma sínum, getur það endurheimt myndirnar. Þannig eru þær myndir sem teknar eru á iPhone-síma aðgengilegar í gegnum netið, en varðar með lykilorðum. Talið er líklegt að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér öryggisgalla í forritinu Find My iPhone, sem – eins og nafnið gefur til kynna – hjálpar eigendum að finna símann sinn ef hann týnist eða ef honum er stolið. Í vikunni fannst kóði á vefsíðunni GitHub, sem tölvuþrjótar gátu notað til þess að gera ítrekaðar tilraunir til að komast inn í Find My iPhone forrit annarra, án þess að eiganda símans væri gert viðvart. Kóðinn sem fannst á Github er python-forrit sem er kallað ibrute.Mary Elizabeth Winstead segir myndirnar af sér hafa verið teknar í svenherberginu sínu, með manninum sínum.Vísir/GettyKomust inn á alla reikninga Þrjótarnir gátu þannig nýtt sér forritið til þess að giska á lykilorð og þannig brotið sér leið inn í Find My iPhone forrit þeirra frægu. Þegar þrjótarnir voru komnir þangað inn voru þeir komnir með hið svokallaða Apple ID lykilorð, sem hleypti þeim inn á Apple iCloud reikninga. Þannig hefðu þeir getað komist inn í myndir og skilaboð að eigin vild. Þeir hefðu svo getað samkeyrt iCloud-reikninginn sem þeir brutust inn á við sinn eigin síma og þannig náð reikningnum fullkomlega á sitt vald. Apple hefur nú uppfært Find My iPhone þjónustuna og komið í veg fyrir að hægt sé að gera fleiri en fimm misheppnaðar innskráningar í röð og þannig lokað fyrir þennan öryggisgalla.„Alltof margir eru með einföld lykilorð“ Owen Williams, sem skrifar á vefinn The Next Web, hefur fjallað mikið um málið. Hann var einn af þeim fyrstu sem fjallaði um þennan galla í öryggiskerfi Apple. „Við vitum ekki með fullri vissu hvort að þrjótarnir fóru þessa leið,“ segir hann og bætir við: „En það er ákaflega líklegt, ef við skoðum þetta út frá tímasetningunni sem Python kóðinn fannst og hvenær myndirnar fóru í dreifingu.“ Williams segir þessa leið – að nota forrit sem giska á lykilorð til að brjótast inn á varðar síður og reikninga – vera algenga hjá tölvuþrjótum. „Með nægri þolinmæði og nógu löngum tíma er þetta hægt. Tölvuþrjótarnir nota þá söfn með algengustu lykilorðunum og samkeyra þær með forritum sem gera tilraunir til að brjótast inn á varðar síður. Alltof margir eru með einföld lykilorð og eru með sama lykilorðið á mörgum reikningum og síðum.“Rannsókn FBI Laura Eimiller er talskona FBI. Hún segir að þar á bæ séu menn „meðvitaðir um meinta tölvuglæpi og birtingu á myndum af þekktum einstaklingum.“ Eimiller segir að ekki sé hægt að tjá sig meira um rannsóknina að svo stöddu en bætir því þó við að FBI sé að beita sér í málinu. Alls er talið að brotist hafi verið inn á reikning rúmlega eitthundrað frægra einstaklinga og myndir birtar af þeim á vefsíðunni 4Chan. Meðal þeirra sem nektarmyndir birtust af eru Avril Lavigne, Cat Deely og Rihana. Leikkonan Mary Elizabeth Winstead, sem lék meðal annars í kvikmyndinni A Good Day to Die Hard, hefur tjáð sig um nektarmyndir sem birtust af henni. „Til ykkar sem eruð að horfa á myndir sem eiginmaður minn og ég tókum af okkur í svefnherberginu okkar, á heimili okkar: Vonandi líður ykkur vel með ykkur sjálf.“Nektarmyndir af söngkonunni Avril Lavigne eru komnar í dreifingu á netinu.Vísir/GettyApple kannar máliðStarfsmenn Apple brugðust við gallanum sem gerði það að verkum að hægt var að nota python kóðann. Tölvuþrjótar sem nota GitHub-vefinn sögðu í kjölfarið: „Fjörið er búið. Apple er búið að laga gallann.“ Nat Kerris sagði, í yfirlýsingu, fyrir hönd Apple að fyrirtækið ætlaði að kanna málið. „Við leggjum mikið upp úr því að gögn viðskiptavina okkar séu örugg. Við munum rannsaka málið ítarlega.“ Þessi innrás tölvuþrjótana á iCloud-reikninga þekktra einstaklinga er talin koma á sérstaklega slæmum tíma fyrir Apple. Eftir rétta viku verður nýr sími frá fyrirtækinu kynntur til sögunnar og hefur verð á hlutabréfum í fyrirtækinu verið að hækka stöðugt síðan það spurðist út að kynna ætti þennan nýja síma; með stærri skjá en áður. Innrásin virðist þó ekki enn hafa haft teljandi áhrif á virði hlutabréfa Apple, en samkvæmt nýjustu fréttum frá Bandaríkjunum virðast þau enn vera að hækka í verði.Hvað geta notendur gert? Margir velta því fyrir sér hvað þeir geta gert til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar komist í þeirra gögn. Woodrow Hartzog þekkir vel til tölvuöryggis og kennir fagið við lagadeild Stanford-háskólans. „Öryggi tölvugagna hefur aldrei verið mikilvægara. Mörg okkar geyma gögn um okkar helstu og innilegustu minningar á netinu. Því er gríðarlega mikilvægt að þau séu eins varin og hægt er.“ Hann segir afar erfitt að koma myndum úr dreifingu á netinu, eftir að þeim hefur lekið út. Stefano Ortolani, annar sérfræðingur í tölvuöryggi, segir: „Mikilvægt er að velja úr hvaða gögn eiga að fara á netið og hvaða gögn eiga að vera geymd á hörðu drifi. Það er líka mikilvægt að fólk kynni sér stillingar á forritunum sínum, því sum þeirra setja myndir beint á netið.“ Tengdar fréttir Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bæði bandaríska alríkislögreglan (FBI) og fyrirtækið Apple rannsaka nú hvernig tölvuþrjótar komust inn á reikning fjölda þekktra einstaklinga og stálu myndum af þeim. Myndirnar hafa birst á netinu, upphaflega í gegnum vefsíðuna 4chan. Mesta umfjöllunin í erlendum fjölmiðlum hefur verið um myndir sem birtust af leikkonunni Jennifer Lawrence. Myndir af henni nakinni hafa gengið um netheima og hefur mikil umræða farið fram um siðferði þeirra sem hafa leitað myndirnar uppi og hefur talskona leikkonunnar sagt að þeir miðlar sem birti myndirnar verði lögsóttir.Líklegt að þeir hafi brotist inn í ský Ekki er enn vitað hvernig tölvuþrjótarnir komust í myndirnar. Talið er að þeir hafi brotið sér leið inn á svokallaða iCloud-reikninga, en iPhone símar Apple geta vistað allar myndir á þessi svokölluðu ský. Skýin gera það að verkum að ef fólk týnir síma sínum, getur það endurheimt myndirnar. Þannig eru þær myndir sem teknar eru á iPhone-síma aðgengilegar í gegnum netið, en varðar með lykilorðum. Talið er líklegt að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér öryggisgalla í forritinu Find My iPhone, sem – eins og nafnið gefur til kynna – hjálpar eigendum að finna símann sinn ef hann týnist eða ef honum er stolið. Í vikunni fannst kóði á vefsíðunni GitHub, sem tölvuþrjótar gátu notað til þess að gera ítrekaðar tilraunir til að komast inn í Find My iPhone forrit annarra, án þess að eiganda símans væri gert viðvart. Kóðinn sem fannst á Github er python-forrit sem er kallað ibrute.Mary Elizabeth Winstead segir myndirnar af sér hafa verið teknar í svenherberginu sínu, með manninum sínum.Vísir/GettyKomust inn á alla reikninga Þrjótarnir gátu þannig nýtt sér forritið til þess að giska á lykilorð og þannig brotið sér leið inn í Find My iPhone forrit þeirra frægu. Þegar þrjótarnir voru komnir þangað inn voru þeir komnir með hið svokallaða Apple ID lykilorð, sem hleypti þeim inn á Apple iCloud reikninga. Þannig hefðu þeir getað komist inn í myndir og skilaboð að eigin vild. Þeir hefðu svo getað samkeyrt iCloud-reikninginn sem þeir brutust inn á við sinn eigin síma og þannig náð reikningnum fullkomlega á sitt vald. Apple hefur nú uppfært Find My iPhone þjónustuna og komið í veg fyrir að hægt sé að gera fleiri en fimm misheppnaðar innskráningar í röð og þannig lokað fyrir þennan öryggisgalla.„Alltof margir eru með einföld lykilorð“ Owen Williams, sem skrifar á vefinn The Next Web, hefur fjallað mikið um málið. Hann var einn af þeim fyrstu sem fjallaði um þennan galla í öryggiskerfi Apple. „Við vitum ekki með fullri vissu hvort að þrjótarnir fóru þessa leið,“ segir hann og bætir við: „En það er ákaflega líklegt, ef við skoðum þetta út frá tímasetningunni sem Python kóðinn fannst og hvenær myndirnar fóru í dreifingu.“ Williams segir þessa leið – að nota forrit sem giska á lykilorð til að brjótast inn á varðar síður og reikninga – vera algenga hjá tölvuþrjótum. „Með nægri þolinmæði og nógu löngum tíma er þetta hægt. Tölvuþrjótarnir nota þá söfn með algengustu lykilorðunum og samkeyra þær með forritum sem gera tilraunir til að brjótast inn á varðar síður. Alltof margir eru með einföld lykilorð og eru með sama lykilorðið á mörgum reikningum og síðum.“Rannsókn FBI Laura Eimiller er talskona FBI. Hún segir að þar á bæ séu menn „meðvitaðir um meinta tölvuglæpi og birtingu á myndum af þekktum einstaklingum.“ Eimiller segir að ekki sé hægt að tjá sig meira um rannsóknina að svo stöddu en bætir því þó við að FBI sé að beita sér í málinu. Alls er talið að brotist hafi verið inn á reikning rúmlega eitthundrað frægra einstaklinga og myndir birtar af þeim á vefsíðunni 4Chan. Meðal þeirra sem nektarmyndir birtust af eru Avril Lavigne, Cat Deely og Rihana. Leikkonan Mary Elizabeth Winstead, sem lék meðal annars í kvikmyndinni A Good Day to Die Hard, hefur tjáð sig um nektarmyndir sem birtust af henni. „Til ykkar sem eruð að horfa á myndir sem eiginmaður minn og ég tókum af okkur í svefnherberginu okkar, á heimili okkar: Vonandi líður ykkur vel með ykkur sjálf.“Nektarmyndir af söngkonunni Avril Lavigne eru komnar í dreifingu á netinu.Vísir/GettyApple kannar máliðStarfsmenn Apple brugðust við gallanum sem gerði það að verkum að hægt var að nota python kóðann. Tölvuþrjótar sem nota GitHub-vefinn sögðu í kjölfarið: „Fjörið er búið. Apple er búið að laga gallann.“ Nat Kerris sagði, í yfirlýsingu, fyrir hönd Apple að fyrirtækið ætlaði að kanna málið. „Við leggjum mikið upp úr því að gögn viðskiptavina okkar séu örugg. Við munum rannsaka málið ítarlega.“ Þessi innrás tölvuþrjótana á iCloud-reikninga þekktra einstaklinga er talin koma á sérstaklega slæmum tíma fyrir Apple. Eftir rétta viku verður nýr sími frá fyrirtækinu kynntur til sögunnar og hefur verð á hlutabréfum í fyrirtækinu verið að hækka stöðugt síðan það spurðist út að kynna ætti þennan nýja síma; með stærri skjá en áður. Innrásin virðist þó ekki enn hafa haft teljandi áhrif á virði hlutabréfa Apple, en samkvæmt nýjustu fréttum frá Bandaríkjunum virðast þau enn vera að hækka í verði.Hvað geta notendur gert? Margir velta því fyrir sér hvað þeir geta gert til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar komist í þeirra gögn. Woodrow Hartzog þekkir vel til tölvuöryggis og kennir fagið við lagadeild Stanford-háskólans. „Öryggi tölvugagna hefur aldrei verið mikilvægara. Mörg okkar geyma gögn um okkar helstu og innilegustu minningar á netinu. Því er gríðarlega mikilvægt að þau séu eins varin og hægt er.“ Hann segir afar erfitt að koma myndum úr dreifingu á netinu, eftir að þeim hefur lekið út. Stefano Ortolani, annar sérfræðingur í tölvuöryggi, segir: „Mikilvægt er að velja úr hvaða gögn eiga að fara á netið og hvaða gögn eiga að vera geymd á hörðu drifi. Það er líka mikilvægt að fólk kynni sér stillingar á forritunum sínum, því sum þeirra setja myndir beint á netið.“
Tengdar fréttir Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Brjáluð eftir að nektarmyndir láku á netið Jennifer Lawrence varð fyrir árás tölvuþrjóta 1. september 2014 12:00