Körfubolti

Haka-dansinn hafði engin áhrif á Bandaríkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nýsjálendingar dansa fyrir leik.
Nýsjálendingar dansa fyrir leik. vísir/getty
Bandaríkin unnu þriðja leikinn í röð í C-riðli heimsmeistarakeppninnar í körfubolta í dag þegar liðið lagði Nýja-Sjáland að velli, 98-71.

Anthony Davis, miðherji New Orleans Pelicans, var atkvæðamestur heimsmeistaranna með 21 stig og níu fráköst, en kraftframherjinn KennethFaried, leikmaður Denver Nuggets, skoraði 15 stig og tók ellefu fráköst.

Nýsjálendingar dönsuðu sinn víðfræga Haka-dans áður en leikurinn hófst eins og þeir gera fyrir alla landsleiki í öllum íþróttagreinum og mátti sjá nokkra leikmenn Bandaríkjanna alveg furðu lostna.

Haka-dansinn hafði þó ekki meiri áhrif en svo að Bandaríkin voru með örugga forystu frá upphafi til enda og lönduðu öruggum sigri.

Úkraína vann Tyrkland, 64-58, í C-riðli í dag og nú stendur yfir viðureign Finna og Dóminíska lýðveldisins.

Í D-riðli vann Ástralía sterkan sigur á Litháen, 82-75, og Mexíkó burstaði Angóla, 79-55. Leikur Suður-Kóreru og Slóvena í sama riðli stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×