Tveggja Skittles-poka sigur meistaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 10:30 Marshawn Lynch hleypur með boltann í endamarkið. vísir/getty Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira
Nýtt tímabil í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hófst í nótt þegar meistarar Seattle Seahawks tóku á móti Green Bay Backers, en báðum liðum er spáð góðu gengi í ár. Meistarar Seahawks sýndu af hverju Vince Lombardi-bikarinn er geymdur í Seattle þetta árið, en þeir litu fáránlega vel út og gjörsamlega straujuðu Packers-liðið, 36-16. Green Bay var yfir eftir fyrsta leikhluta, 7-3, og virtist ætla að stríða Seahawks á heimavelli, en ríkjandi meisturum hefur gengið bölvanlega að vinna í fyrsta leik nýs tímabils undanfarinn áratug. En heimamenn, með hlauparann MarshawnLynch í fantaformi, sneru taflinu við og skoraðu tvö snertimörk í öðrum leikhluta og tvö í þeim síðasta.Russell Wilson var mjög góður í nótt.vísir/gettyHin frábæra vörn liðsins datt einnig almennilega í gang og neyddi gestina meira að segja til að skora sjálfsmark í þriðja leikhluta. Það gekk flest allt upp hjá Seahawks sem virðist líklegt til þess að verja titilinn. Hlauparinn Lynch, sem fær sér gotteríið Skittles eftir hvert snertimark, gat leyft sér tvær lúkur í nótt því hann skoraði tvö snertimörk auk þess sem hann hljóp með boltann 110 metra. Stórleikur hjá manninum sem kallaður er Beast Mode.Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, kláraði 19 sendingar af 28 sem skiluðu 191 kastmetrum og tveimur snertimörkum. Hinn magnaði AronRodgers, kollegi hans í Green Bay-liðinu, kláraði 23 sendingar af 33 sem skiluðu 189 metrum og einu snertimarki. Sóknarleikur Green Bay var varla til staðar þökk sé frábærri vörn heimamanna, en þeir James Starks og Eddy Lacy hlupu samtals ekki nema 71 metra í 19 tilraunum. Fyrsta leikvika heldur áfram á sunnudag og klárast aðfaranótt þriðjudags.Myndbönd frá NFL.com:Marshawn Lynch í stuðiSjálfsmark hjá Green BaySeahawks kemst inn í sendingu Rodgers
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira