Erlent

Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald

Hersveitir Shía skjóta eldflaugum í átt að vígamönnum ISIS.
Hersveitir Shía skjóta eldflaugum í átt að vígamönnum ISIS. Vísir/AFP
Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni.

Íslamistarnir hafa ítrekað reynt að ná fullri stjórn á stíflunni, sem sér stórum hluta Íraks fyrir rafmagni. Loftárásir Bandaríkjamanna á þessu svæði eru til marks um aukin umsvif þeirra í Írak því hingað til hafa þeir aðeins gert árásir í norðurhluta landsins. Haditha stíflan er hinsvegar í vesturhlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×