Lions vann sannfærandi sigur á Giants | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2014 09:30 Joseph Fauria teygir sig eftir sendingu frá Matthew Stafford. Vísir/Getty Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Sjá meira
Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty
NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Sjá meira