Sjö leikir í Lautinni lyftu Fylki úr fallbaráttu í Evrópuslag Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. ágúst 2014 12:45 Fylkismenn unnu fjóra leiki af sjö. vísir/pjetur Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Annað árið í röð er Fylkir að bjarga andliti í seinni umferðinni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og rúmlega það. Í fyrra var liðið í fallsæti eftir ellefu umferðir, en var svo eitt besta lið deildarinnar í seinni hlutanum. Svipaðir hlutir eru að gerast í Lautinni á þessari leiktíð, en Fylkir hefur verið á miklum skriði í undanförnum leikjum og rakað saman stigum. Það er nú komið langt frá fallsæti og farið að berjast um Evrópusæti. Fylkismenn horfðu hýru auga til sjö leikja í röð á heimavelli, en mótið raðaðist þannig upp fyrir Árbæjarliðið eftir erfiða byrjun þar sem Fylkismenn gátu ekki spilað á heimavelli vegna vallaraðstæðna.Ásmundur Arnarsson er annað árið í röð að gera mun betri hluti með Fylkisliðið í seinni umferðinni.vísir/pjeturHeimaleikjatörnin hófst með sigri á Fram, 2-0, en því fylgdu töp gegn langbestu liðum deildarinnar; Stjörnunni og FH. Síðan þá hefur Fylkir ekki tapað leik. Fylkismenn fengu Albert Brynjar Ingason aftur heim sem spilaði endurkomuleikinn á móti ÍBV og skoraði í 3-1 sigri liðsins. Hann skoraði svo mark Fylkis í 1-1 jafntefli gegn Víkingi í umferðinni á eftir því og tvö í öruggum 4-1 sigri á Þór í síðustu viku. Albert Brynjar var ekki á skotskónum í gær, en mörk frá ÁsgeiriEyþórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni tryggðu sigurinn á bitlausu liði Vals, 2-0. Í heildina er Fylkir búið að næla í tíu stig af síðustu tólf mögulegum og þrettán stig af 21 sem í boði voru í þessum sjö heimaleikjum. Liðið er nú með 21 stig, fimm stigum frá Víkingum sem eru í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar, en það mun væntanlega á endanum gefa Evrópusæti.vísir/pjeturÞessi uppsveifla Fylkis er keimlík þeirri í fyrra, en þá var liðið með frábæran framherja í Viðari Erni Kjartanssyni og Andrés Már Jóhannesson komst í gang um mitt mót eftir meiðsli. Andrés hefur verið mjög góður í síðustu leikjum og þá hefur endurkoma FinnsÓlafssonar gert mikið fyrir Fylkismenn. Fylkir kveður nú lautina og spilar aftur útileik í næstu umferð þegar það mætir Breiðablik á útivelli, en liðið mætir einig Keflavík, Fjölni og Fram í síðustu umferðunum auk bikarmeisturum KR. Dauðafæri á enn meiri stigasöfnun og afar óvæntu Evrópusæti. Stig Fylkis fyrir heimaleikjarispuna: 8 (2-2-6) Stig Fylkis í heimaleikjarispunni: 13 (4-1-2) Samtals: 23 (6-3-8)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Valur 2-0 | Heimaleikjahrinunni lokað með besta hætti Fylkir lagði Valsmenn af velli og fjarlægjast fallbaráttuna jafnt og þétt. 24. ágúst 2014 00:01