Íslenski boltinn

Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Árið 1964 voru KR og Keflavík með bestu liðin. KR-ingar fögnuðu sigri í bikarnum, en Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.

Í þá daga voru bikarleikir leiknir á gamla melavellinum og Laugardalsvöllur leit öðruvísi út en hann gerir í dag.

Guðjón Guðmundsson hitti tvær gamlar kempur úr þessum merku liðum KR; Jón Óla Jónsson úr Keflavík og Svein Jónsson úr KR.

„Það man enginn hvað gerðist fyrir 50 árum. Ég man þó að 64 unnum við bikarinn og þeir urðu Íslandsmeistarar,“ sagði Jón Óli.

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi.




Tengdar fréttir

Pressan er á Íslandsmeisturunum

KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×