50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á tæplega 16.500 dollara á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn um 19.300 dollara fyrir þennan fallega seðil, eða rúmlega 2,2, milljónir króna.
Einnig seldist á uppboðinu 100 króna seðill frá árinu 1927, útgefinn af Landsbanka Íslands, á um 1,6 milljónir króna, en sá seðill fór aldrei í dreifingu á sínum tíma.
Flestir á yfir tvöföldu matsverði
Þriðji seðillinn, 50 krónu seðill frá árinu 1921, fór á 800 þúsund krónur, fjórði, 10 krónu seðill frá árinu 1920, á 720 þúsund krónur og sá fimmti, 10 krónu seðill frá Landdsjoði, á 560 þúsund krónur.
Allir umræddir seðlar fóru á allt að eða yfir tvöföldu matsverði, en þess ber að geta að upphafsverð muna á uppboðum eru allra jafna mun lægra en markaðsverð þeirra til að örva bjóðendur.
Alls seldust íslenskir seðlar á uppboðinu fyrir um tíu milljónir króna. Einnig voru boðnir upp stórriddarakross og riddarakrossar en þeir seldust á mun lægra verði, sá dýrasti á aðeins 72 þúsund krónur, en það mun vera talsvert undir gangverði.
Seldi mynt fyrir 1,1, milljarð
Uppboðsfyrirtækið Stack’s Bowers á rætur að rekja til hins áttræða fyrirtækis Stack‘s, elsta uppboðsfyrirtækis á sviði fágætra seðla og mynta í Bandaríkjunum, en það sameinaðist Bowers and Marena Auctions fyrir þremur árum síðan.
Fyrirtækið státar sig meðal annars af því að hafa boðið upp þá mynt sem selst hefur dýrustu verði í heiminum, Flowing Hair Silver Dollar frá árinu 1794, en hún seldist á uppboði í New York á rúmlega 10 milljónir dollara í janúar í fyrra, eða rúmlega 1,1 milljarð króna.
Sala á gömlum seðlum og mynt hefur verið í miklum blóma í Bandaríkjunum og víðar í heiminum seinustu misseri, eftirspurn verið mikil og mörg met verið slegin.
Íslenskur 50 króna seðill seldist á 2,2 milljónir
Snærós Sindradóttir skrifar

Mest lesið


Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent

Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent


Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent


Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni
Viðskipti innlent
