„Selfie“ sjúkur hermaður gæti hafa sannað að rússneski herinn sé í Úkraínu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. ágúst 2014 11:02 Þessi sjálfsmynd gæti dregið dilk á eftir sér. Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin: MH17 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin:
MH17 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira