„Selfie“ sjúkur hermaður gæti hafa sannað að rússneski herinn sé í Úkraínu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. ágúst 2014 11:02 Þessi sjálfsmynd gæti dregið dilk á eftir sér. Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin: MH17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin:
MH17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira