Dalton fær 13 milljarða næstu sex árin hjá Bengals Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 20:45 Andy Dalton verður áfram hjá Bengals. vísir/getty Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Andy Dalton, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, mun eiga fyrir salti í grautinn næstu árin, en hann fékk nýjan risasamning hjá félaginu í dag. Bengals gerði sex ára samning við Dalton sem tryggir honum 115 milljónir dala í laun eða jafnvirði 13 milljarða íslenskra króna. Hann fær 22 milljónr dala (2,5 milljarði króna) á fyrstu sex mánuðum samningsins. Dalton átti eitt ár eftir af nýliðasamningnum sínum og hefði ekki þénað „nema“ 1,7 milljónir dala eða 200 milljónir króna á næsta tímabili. Leikstjórnandinn sagði ESPN.com í dag að umboðsmaður hans hefði sagt honum frá samningnum í gærkvöldi, en hann áttaði sig ekki almennilega á stærð hans fyrr en eftir æfingu í morgun. „Fyrir utan peningana, þá er ég ánægður að fá að vera hérna áfram með minni fjölskyldu. Við erum að reyna að búa okkur til heimili hérna sem er mikilvægt,“ sagði Dalton við ESPN eftir æfinguna. Andy Dalton er einn af betri leikstjórnendum NFL-deildarinnar, en hann hefur komið Cincinnati Bengals í úrslitakeppnina öll þrjú árin sín í deildinni. Þar hefur hann reyndar tapað í fyrsta leik í öll þrjú skiptin. Dalton hefur bætt sig á hverju ári og ekki að ástæðulausu að hann fær svona stóran samning. Hann hefur bætt sig í heppnuðum sendingum og snertimörkum á hverju ári hingað til. Bengals er líkt og í fyrra líklegt til að vinna norðurriðil AFC-deildarinnar og komast í úrslitakeppnina á ný þar sem vonast er til að Dalton vinni sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni.
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira