Grimmdarverkin halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 12:00 vísir/ap Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan. Gasa Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan.
Gasa Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira