Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370 Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 14:14 Flug MH 17 fer frá Schiphol flugvelli í Amsterdam 17. júlí sl. Vísir/AFP Það hefur vakið athygli hve lánsamur hollenski hjólreiðakappinn Maarten de Jonge hefur verið á undanförnum mánuðum. Á vef Independent er sagt frá því að De Jonge hafi átt bókað flug bæði með flugi MH370 Malaysia Airlines, sem hvarf þann 7. mars á leið frá Malasíu til Kína , og flugi MH17 sem fórst yfir Úkraínu í síðustu viku, en afbókað í bæði skiptin. De Jonge er atvinnumaður í hjólreiðum og ferðast mikið þar sem hann tekur þátt í hjólreiðakeppnum víða um heim. Í viðtali við hollenska sjónvarpsstöð segir hann frá því að hann hafi ætlað að fljúga með MH370, til að taka þátt í hjólreiðakeppni í Taívan. Hann hafi hins vegar ákveðið að taka annað flug til þess að komast hjá því að millilenda í Peking. Þar sem hann hafi skipt um flug á síðustu stundu, þá hafi hann meira að segja talað við nokkra farþega sem voru að bíða eftir að fara um borð í MH370 á flugvellinum. Jafnframt átti hann að fljúga með MH17 frá Amsterdam til Kuala Lumpur í síðustu viku en hætti snögglega við og ákvað að taka annað flug, sem fer frá Frankfurt í dag, vegna þess að það hafi verið ódýrara. Af virðingu við þá sem létust hyggst de Jonge ekki veita fleiri viðtöl og vill ekki vekja frekari athygli á sögu sinni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni segir hann að sín reynsla sé ekkert í samanburði í við það sem svo margir aðrir gangi nú í gegnum. Hann vilji ekki að sín saga skyggi á nokkurn hátt á þann harmleik sem hafi dunið yfir í bæði skiptin sem hann hafi hætt við flug hjá Malaysia Airlines. MH17 Tengdar fréttir Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Það hefur vakið athygli hve lánsamur hollenski hjólreiðakappinn Maarten de Jonge hefur verið á undanförnum mánuðum. Á vef Independent er sagt frá því að De Jonge hafi átt bókað flug bæði með flugi MH370 Malaysia Airlines, sem hvarf þann 7. mars á leið frá Malasíu til Kína , og flugi MH17 sem fórst yfir Úkraínu í síðustu viku, en afbókað í bæði skiptin. De Jonge er atvinnumaður í hjólreiðum og ferðast mikið þar sem hann tekur þátt í hjólreiðakeppnum víða um heim. Í viðtali við hollenska sjónvarpsstöð segir hann frá því að hann hafi ætlað að fljúga með MH370, til að taka þátt í hjólreiðakeppni í Taívan. Hann hafi hins vegar ákveðið að taka annað flug til þess að komast hjá því að millilenda í Peking. Þar sem hann hafi skipt um flug á síðustu stundu, þá hafi hann meira að segja talað við nokkra farþega sem voru að bíða eftir að fara um borð í MH370 á flugvellinum. Jafnframt átti hann að fljúga með MH17 frá Amsterdam til Kuala Lumpur í síðustu viku en hætti snögglega við og ákvað að taka annað flug, sem fer frá Frankfurt í dag, vegna þess að það hafi verið ódýrara. Af virðingu við þá sem létust hyggst de Jonge ekki veita fleiri viðtöl og vill ekki vekja frekari athygli á sögu sinni. Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni segir hann að sín reynsla sé ekkert í samanburði í við það sem svo margir aðrir gangi nú í gegnum. Hann vilji ekki að sín saga skyggi á nokkurn hátt á þann harmleik sem hafi dunið yfir í bæði skiptin sem hann hafi hætt við flug hjá Malaysia Airlines.
MH17 Tengdar fréttir Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Þraukar Malaysia Airlines? Vöngum er velt yfir framtíð flugfélagsins og líklegu gjaldþroti þess. 18. júlí 2014 14:00
Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54
Missti fjölskyldumeðlimi í báðum slysum Malaysia Airlines Kona frá Ástralíu hefur missti bróður sinn í hvarfi MH 370 í suður Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niður yfir Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 11:15
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila