Vopnhléi lýkur: Ísraelar lofa umfangsmiklum hernaðaraðgerðum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. júlí 2014 09:44 Hernaðaraðgerðir eru hafnar að nýju. Vísir/AP Ísraelski herinn tilkynnti í morgun að hernaðaraðgerðir á Gaza-svæðinu myndu hefjast á ný eftir að viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn. Tilkynning yfirvalda í Ísrael er afdráttarlaus og lofar umfangsmiklum aðgerðum með loftárásum og fjölgun hermanna á jörðu niðri. Hamas þvertók fyrir að samþykkja tillögur um vopnahlé. Um tuttugu eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael. Ísraelskur hermaður lést í nótt og annar særðist. Þar með hafa fjörutíu og þrír Ísraelsmann fallið í átökunum sem hófust með loftárásum Ísraelshers áttunda júlí síðastliðinn. Vel yfir þúsund Palestínuenn hafa fallið á Gaza, þar af þrír í nótt, og á sjötta þúsund særst.Ísraelski kommúnistaflokkurinn mótmælti hernaðaraðgerðum í gær. Þessi mynd er tekin í borginni Tel Aviv.Vísir/APStjórnvöld í Ísrael fullyrtu í gær að vilji væri til að framlengja tímabundið vopnahlé en það gátu Hamas-liðar ekki samþykkt. Aðeins væri hægt að samþykkja slíkt tilboð ef yfirvöld í Ísrael draga hermenn sína til baka og segið skilið við Gasa. Talsmaður ríkisstjórnar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði á samskiptamiðlinum Twitter í nótt að Hamas hafi með ákvörðun sinni hafnað vopnahléi á grundvelli mannúðarsjónarmiðar og að samtökin bæru alfarið ábyrgð á áframhaldandi átökum og blóðsúthellingum. Fulltrúi Hamas ítrekaði um hæl að skilmálar Ísrael fryrir vopnahléi væru óásættanleg. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim til Washington í gær eftir langar og árangurslausar viðræður í Kaíró. Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðru samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.Hernaðaraðgerðum var mótmælt víða um heim í gær. Þessi mynd var tekin í París, þar sem drengur særðist í mótmælunum.Vísir/AFP Gasa Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Ísraelski herinn tilkynnti í morgun að hernaðaraðgerðir á Gaza-svæðinu myndu hefjast á ný eftir að viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn. Tilkynning yfirvalda í Ísrael er afdráttarlaus og lofar umfangsmiklum aðgerðum með loftárásum og fjölgun hermanna á jörðu niðri. Hamas þvertók fyrir að samþykkja tillögur um vopnahlé. Um tuttugu eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael. Ísraelskur hermaður lést í nótt og annar særðist. Þar með hafa fjörutíu og þrír Ísraelsmann fallið í átökunum sem hófust með loftárásum Ísraelshers áttunda júlí síðastliðinn. Vel yfir þúsund Palestínuenn hafa fallið á Gaza, þar af þrír í nótt, og á sjötta þúsund særst.Ísraelski kommúnistaflokkurinn mótmælti hernaðaraðgerðum í gær. Þessi mynd er tekin í borginni Tel Aviv.Vísir/APStjórnvöld í Ísrael fullyrtu í gær að vilji væri til að framlengja tímabundið vopnahlé en það gátu Hamas-liðar ekki samþykkt. Aðeins væri hægt að samþykkja slíkt tilboð ef yfirvöld í Ísrael draga hermenn sína til baka og segið skilið við Gasa. Talsmaður ríkisstjórnar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði á samskiptamiðlinum Twitter í nótt að Hamas hafi með ákvörðun sinni hafnað vopnahléi á grundvelli mannúðarsjónarmiðar og að samtökin bæru alfarið ábyrgð á áframhaldandi átökum og blóðsúthellingum. Fulltrúi Hamas ítrekaði um hæl að skilmálar Ísrael fryrir vopnahléi væru óásættanleg. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim til Washington í gær eftir langar og árangurslausar viðræður í Kaíró. Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðru samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.Hernaðaraðgerðum var mótmælt víða um heim í gær. Þessi mynd var tekin í París, þar sem drengur særðist í mótmælunum.Vísir/AFP
Gasa Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira