Íslendingur vitni að skotárás á Vesturbakkanum Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2014 20:00 Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael. Gasa Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Íslendingur á Vesturbakkanum segir að það hafi verið skelfilegt að upplifa þegar skotið var á göngu Palestínumanna við landamærin að Jerúsalem á fimmtudag. Tilraunir til vopnahlés á Gaza hafa farið út um þúfur síðasta sólahringinn og hafa minnst tíu manns fallið þar í dag. Oddur Sigurjónsson hefur verið á Vesturbakkanum í um viku og segir fremur rólegt þar. Hann tók hins vegar þátt í árlegri göngu Palestínumanna frá Ramalla til Jerúsalem á fimmtudag. Palestínumönnum sé ekki hleypt í gegnum landamærastöð inn í Jerúsalem og yfirleitt beiti lögregla táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum reyni fólk að nálgast landamærastöðina. „En þarna var farið strax í að skjóta með alvöru byssuskotum. Það var mjög ógnvekjandi tilfinning að vera þarna. Ég held að minnst hundrað eða 150 manns hafi særst. Það er enn óljóst hvað margir létust, einn, tveir eða fjórir. Maður hefur heyrt þessar tölur,“ segir Oddur. Hann segir að þessi ganga hafi ekki verið eins fjölmenn í mörg ár. „Það var svo mikil ringulreið þarna. Það kom sjúkrabíll eftir sjúkrabíl og fólk hlaupandi um með særða,“ segir Oddur. Ísraelsmenn segjast hafa fundið og náð að aftengja sprengju í bíl sem stöðvaður var við Beitar landamærastöðina á Vestubakkanum í dag. Ísraelsher sendi einnig frá sér myndband í dag sem á að sýna eldflaug skotið frá skólabyggingu á Gaza í gær. Þá hafi ísraelskir hermenn fundið vopn og sprengjur inni á heimilum fólks á Gaza. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels segir friðartillögur Egypta vera einu lausnina. „Það kallar á, í sjálfu sér, að afvopna Gaza. Það þýðir að við verðum að afvopna Gaza, gera upptæk þau vopn sem Hamas hefur komið fyrir á svæðinu, eldflaugar og eyðileggja göng sem hamasliðar hafa grafið. Við getum ekki liðið að þeir endurnýi vopnabirgðir sínar því þá verðum við föst í sama ástandinu í fimm til sex mánuði í viðbót,“ segir Netanyahu. Stríðandi fylkingar hafa tvívegis lýst yfir vopnahléi, fyrst Ísraelsmenn þegar þeir lýstu yfir tólf tíma vopnahléi í gær og svo Palestínumenn sem lýstu yfir sólahrings vopnahléi í dag. Þau hafa hins vegar ekki haldið og hafa að minnsta kosti tíu manns fallið á Gaza í dag. Tala fallina þar er komin í eitt þúsund og sextíu frá því átökin hófust fyrir tuttugu dögum og 43 ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir borgarar í Ísrael.
Gasa Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira