Hrikalegt ástand á Gazaströndinni Atli Ísleifsson skrifar 12. júlí 2014 13:31 120 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers frá því á þriðjudaginn. Vísir/AP Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í dag og í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. Loftárásir næturinnar beindust að fjölda staða á Gaza og létust meðal annars tveir þegar sprengjur féllu á endurhæfingarstöð í Beit Lahiya í norðurhluta landsins. 120 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers frá því á þriðjudaginn. Stjórnvöld í Kúveit hafa farið fram á að Arababandalagið komi til fundar vegna málsins og er áætlað að fundurinn fari fram á mánudag. Arabaríkjunum hefur ekki tekist að koma sér saman um sameiginlega afstöðu vegna málsins. Egyptaland hefur alla jafna gegnt mikilvægu hlutverki í þessari langvinnu deilu, en virðist hafa hægar um sig nú en oft áður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki innrás og landhernað á Gaza en harðlínumenn í ríkisstjórn hafa þrýst mjög á landhernað. Leiðtogar Vesturlanda hafa hins vegar þrýst á Ísraelsmenn og Hamasliða að láta af hernaði sínum og setjast að samningaborði en þær áskoranir hafa engin áhrif haft til þessa. Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á um eitt þusund skotmörk á Gaza það sem af er og segir Netanyahu að árásum verði ekki hætt fyrir en ró kemst á, eða þar til Hamasliðar láta af loftskeytaárásum sínum. Herskáir Palestínumenn hafa sömuleiðis haldið eldflaugaárásum sínum á Ísrael áfram, en enginn hefur fallið í þeim til þessa en nokkrir særst. Post by Mohammed S Abu Taha. Gasa Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í dag og í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni. Loftárásir næturinnar beindust að fjölda staða á Gaza og létust meðal annars tveir þegar sprengjur féllu á endurhæfingarstöð í Beit Lahiya í norðurhluta landsins. 120 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers frá því á þriðjudaginn. Stjórnvöld í Kúveit hafa farið fram á að Arababandalagið komi til fundar vegna málsins og er áætlað að fundurinn fari fram á mánudag. Arabaríkjunum hefur ekki tekist að koma sér saman um sameiginlega afstöðu vegna málsins. Egyptaland hefur alla jafna gegnt mikilvægu hlutverki í þessari langvinnu deilu, en virðist hafa hægar um sig nú en oft áður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki innrás og landhernað á Gaza en harðlínumenn í ríkisstjórn hafa þrýst mjög á landhernað. Leiðtogar Vesturlanda hafa hins vegar þrýst á Ísraelsmenn og Hamasliða að láta af hernaði sínum og setjast að samningaborði en þær áskoranir hafa engin áhrif haft til þessa. Ísraelsmenn hafa gert loftárásir á um eitt þusund skotmörk á Gaza það sem af er og segir Netanyahu að árásum verði ekki hætt fyrir en ró kemst á, eða þar til Hamasliðar láta af loftskeytaárásum sínum. Herskáir Palestínumenn hafa sömuleiðis haldið eldflaugaárásum sínum á Ísrael áfram, en enginn hefur fallið í þeim til þessa en nokkrir særst. Post by Mohammed S Abu Taha.
Gasa Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira