Sport

Tvöfaldur sigur Hafdísar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís vann til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi í dag.
Hafdís vann til gullverðlauna í langstökki og 100m hlaupi í dag. Gunnlaugur Júlíusson
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli.

Hafdís stökk lengst 6,20 metra, en Íslandsmet hennar í greininni, sem hún setti í Tblisi í Georgíu í síðasta mánuði, er 6,41 metrar.

FH-ingurinn Sveinbjörg Zophoníasdóttir hafnaði í öðru sæti (5,68m) og liðsfélagi hennar Þórdís Eva Steinsdóttir í því þriðja, en hún stökk lengst 5,29 metra.

Hafdís vann einnig sigur í 100m hlaupi, en hún kom í mark á 11,84 sekúndum. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR hafnaði í öðru sæti (11,87) og Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA, í því þriðja (12,68).

Í karlaflokki hafði Jóhann Björn Sigurbjörnsson, UMSS, sigur, en hann kom í mark á 10,77 sekúndum. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA, kom annar í mark á 10,87 sekúndum og Juan Ramón Borges Bosque þriðji í mark á 11,07 sekúndum.


Tengdar fréttir

Öruggur sigur Hilmars

Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×