Allir meðlimir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, alls fimmtán, samþykktu að kalla eftir vopnahléi á Gaza ströndinni og friðarviðræðum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið sendir frá sér tilkynningu varðandi átökin síðan þau hófust fyrir fimm dögum. Palestínskir embættismenn segja að 133 Palestínumenn hafi faillið hið minnsta.
Samkvæmt BBC segje Ísraelar að fjörtíu loftskeyti hafi lent í Ísrael og ollið miklum skaða.
Öryggisráðið lýsti yfir miklum áhyggjum af átökunum og vernd borgara á svæðinu. Þá kallaði ráðið eftir að því að báðir aðilar gerðu sitt til að draga úr átökunum og vopnahléið frá því í nóvember 2012 yrði sett aftur á.
Þá fóru þeir fram á að alþjóðalögum um mannréttindi, þar meðtalið vernd borgara á átakasvæðum, yrðu virt.
Að lokum sagðist ráðið styðja viðræður á milli Ísrael og Palestínumanna með því markmiði að koma á friði sem báðir aðilar gætu sætt sig við.
Öryggisráðið kallar eftir vopnahléi
Samúel Karl Ólason skrifar
