UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson í Dublin skrifar 16. júlí 2014 18:45 Gunnar á blaðamannafundinum ásamt Conor McGregor (til hægri) og Brad Pickett (til vinstri). Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira