UFC Dublin: Áætlað að 350 milljónir manns horfi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson í Dublin skrifar 16. júlí 2014 18:45 Gunnar á blaðamannafundinum ásamt Conor McGregor (til hægri) og Brad Pickett (til vinstri). Vísir/Kjartan Páll Sæmundsson Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Blaðamannafundur UFC fyrir bardagana hér í Dublin var að ljúka þar sem allt snérist um Conor McGregor. Írinn skemmtilegi mætir Diego Brandao í síðasta bardaga kvöldsins en Gunnar Nelson og Zak Cummings eru í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Gunnar var spurður út í undirbúning sinn fyrir bardagann heima á Íslandi þar sem rúmlega 10 erlendir bardagamenn komu til landsins. „Það var gott að fá alla þessa stráka til Íslands að æfa og þetta er örugglega einn besti undirbúningur sem ég hef fengið fyrir bardaga hingað til.” Gunnar hefur mikið einbeitt sér að standandi viðureign á undanförnum tveimur árum en aðspurður fannst honum ekki skipta máli hvort bardaginn færi fram standandi eða í gólfinu á laugardaginn. Zak Cummings var spurður um Gunnar Nelson og hans feril hingað til. „Ég hef verið mikill aðdáandi Gunnars og stökk því á tækifærið þegar mér bauðst að berjast við hann. Þetta verður tækifærið mitt til að sanna að ég sé einn af þeim bestu í heiminum.” Gunnar er þekktur fyrir að sýna ekki miklar tilfinningar í bardaga og var Cummings spurður hvort það muni hafa áhrif á sig. „Þegar kemur að tilfinningum í bardaga er ég ekki svo ósvipaður Gunnari. Ég elska að keppa og vinna og það skiptir mig engu máli hvort hann sýni tilfinningar eða ekki. Hann hefur tilfinningar og ég mun sjá það í augunum á honum.” Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og virtist andstæðingi hans, Diego Brandao, einfaldlega leiðast á blaðamannafundinum. „Ég ætla að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt gegn Brandao, eftir bardagann munu aðdáendur vilja sjá mig í titilbardaga, ” sagði Conor McGregor en hann var snyrtilega klæddur og með sólgleraugu á blaðamannafundinum.Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu og Asíu, sagði viðburðinn á laugardaginn verða einn sá stærsti í langan tíma í Evrópu og Asíu. Hann áætlaði að um 350 milljón manns munu horfa á viðburðinn um allan heim.Gunnar Nelson mætir Zak Cummings í Dublin á laugardagskvöld. Þessi stórbardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 19:00. Fáðu þér áskrift á www.365.is.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Zak Cummings fyrir miðju.Kjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonGunnar NelsonKjartan Páll SæmundssonZak CummingsKjartan Páll SæmundssonGunnar Nelson sat fyrir svörum.Kjartan Páll SæmundssonGarry Cook stjórnaði blaðamannafundinum.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira