UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn Óskar Örn Árnason skrifar 3. júlí 2014 22:00 Chris Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Vísir/Getty UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30