UFC 175: Chris Weidman og ameríski draumurinn Óskar Örn Árnason skrifar 3. júlí 2014 22:00 Chris Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Vísir/Getty UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
UFC meistarinn í millivigt, Chris Weidman, ver titil sinn í annað skipti næsta laugardagskvöld á móti fyrrverandi meistara í léttþungavigt, Lyota Machida. Bardaginn fer fram í Las Vegas en bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Weidman tók titilinn af einum besta MMA bardagamanni allra tíma, Anderson Silva, í aðeins hans tíunda bardaga fyrir ári síðan. Bardaginn við Silva endaði með furðulegu rothöggi sem kallaði á annan bardaga á milli þeirra. Sá bardaga endaði á enn furðulegri hátt þegar Silva braut á sér sköflunginn. Weidman hafði yfirhöndina allan tímann í báðum þessum bardögum en vegna þess hversu furðulega þeir enduðu hefur hann aldrei hlotið fulla virðingu sem meistari. Bardaginn við Machida ætti að þagga niður í gagnrýnendum nái Weidman að sigra. Weidman er Bandaríkjamaður í húð og hár. Hann fæddist í New York ríki og hóf snemma að stunda ólympíska glímu þar sem hann skaraði fram úr. Eftir að hafa misst af úrtökumóti í glímu fyrir Ólympíuleikana 2008 vegna meiðsla ákvað hann að prófa MMA. Hann varð fljótt góður þar enda afburða góður glímumaður og var einnig fljótur að læra brasilískt jiu-jitsu. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Weidman. Eldri bróðir hans lamdi hann ítrekað í æsku, svo illa að hann var hræddur um eigið líf. Seint í október 2012 missti hann húsið sitt í fellibylnum Sandy og þurfti að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum ásamt konu og barni. Nokkrum mánuðum síðar hafði hann rotað eina mestu goðsögnina í sögu MMA og var nýkrýndur millivigtarmeistari UFC. Weidman er sannkallað undrabarn og einn besti bardagamaður í heimi en er á sama tíma hógvær og venjulegur fjölskyldumaður. Hann er gott dæmi um hvað hæfileiki og vinnusemi getur skilað í landi tækifæranna eins og sagt er. Spurningin núna er hvort Weidman sé búinn að ná upp á topp fjallsins eða hvort hann sé bara búinn að ná upp á fyrsta tind af mörgum. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
UFC 175: Lyoto Machida drekkur eigið þvag Næstkomandi laugardagskvöld mun Lyoto Machida skora á millivigtarmeistara UFC, Chris Weidman, í aðalbardaga UFC 175. Machida er með sterkan bakgrunn í karate og drekkur eigið þvag af heilsufarsástæðum. 1. júlí 2014 23:30