Hamilton sækir innblástur til Muhammads Ali Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 15:45 Lewis Hamilton er í öðru sæti stigakeppninnar. vísir/getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty Formúla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes í Formúlu 1, segist sækja innblástur til hnefaleikakappans MuhammadsAli fyrir Silverstone-kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Hamilton byrjaði tímabilið frábærlega og vann fjórar af fyrstu fimm keppnunum. Síðan þá hefur Hamilton lent í öðru sæti í tvígang á eftir liðsfélaga sínum NicoRosberg, en í Kanada þurfti hann að hætta keppni. Rosberg hefur verið mjög stöðugur á tímabilinu; unnið þrjár keppnir og lent fimm sinnum í öðru sæti. Hann er í efsta sæti stigakeppni ökumanna eftir átta kappakstra með 165 stig, 29 stigum á undan Hamilton. „Ég hugsa mikið um Muhammad Ali,“ segir Hamilton í viðtali við BBC og vísar til „rope a dope“-bardagans gegn GeorgeForman árið 1974. „Hann hélt sig við reipin og leyfði Forman að hafa yfirhöndina þar til hann ákvað að nú væri nóg komið og sneri bardaganum sér í hag. Ég vonast til að geta gert svipaða hluti. Ali veitir mér innblástur.“ Það skiptir Breta miklu máli að vinna Silverstone-kappaksturinn á heimavelli, en það tókst Hamilton árið 2008 þegar hann varð meistari með McLaren. Rosberg vann á Silverstone í fyrra nokkuð óvænt en það kæmi fáum á óvart ef hann myndi fagna sigri á sunnudaginn. Mercedes-bílarnir eru nær ósigrandi og unnu Hamilton og Rosberg fyrstu sjö keppnir ársins áður en Felipe Massa vann afar óvæntan sigur í Kanada.Svona hefur tímabilið verið; einn Mercedes bíll á eftir þeim næsta í baráttunni um fyrsta sæti.vísir/getty
Formúla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira