Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael.
Vopnaður armur palestínsku samtakanna Hamas segir að sex liðsmanna sinna hafi fallið í einni einstakri loftárás sem gerð var í Rafah sem er í sunnanverðri Palestínu. Þrír aðrir féllu í annarri loftárás.
Ástandið er skelfilegt á Gaza-svæðinu, og er nú soðið uppúr eftir að palestínskt ungmenn, Mohammed Abu Khdair var myrtur fyrir helgi. Morðið er talið af þjóðernislegum toga og hafa sex gyðingar verið handteknir grunaðir um ódæðið.
Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna

Tengdar fréttir

Palestínski drengurinn var brenndur lifandi
Samkvæmt bráðabirgða niðurstöðu krufningar náðu brunasár yfir 90 prósent af líkama drengsins.

Skotbardagar á Vesturbakkanum
Ísraelsher framkvæmir umfangsmikla leit að þremur ungmennum sem saknað hefur verið í viku.

Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni
Sveinn Rúnar Hauksson gagnrýnir fréttaflutning af ástandinu á Gaza-svæðinu.

Mikil spenna vegna morðs á palestínskum unglingi
Spennan hefur aukist í samskiptum Ísraels og Palestínu vegna dauða fjögurra táninga. Palestínumenn hafa mótmælt á götum úti, og hefur grjótkasti mótmælenda verið svarað með gúmmíkúlum og táragasi lögreglu.

Saka Hamas um mannrán
Ísraelsk stjórnvöld hóta hörðum refsiaðgerðum vegna þriggja ísraelskra ungmenna sem saknað er síðan á fimmtudag.