Íslenska liðið á palli í 23 greinum af 40 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2014 23:00 Ásdís Hjálmsdóttir hleypur með íslenska fánann þegar íslenska landsliðið fagnat sæti í 2. deildinni. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum komst upp um deild í Evrópukeppni landsliða þegar liðið endaði í 2. sæti í þriðju deild keppninnar í Tbilisi í Georgíu um helgina. Ísland átti í harðri baráttu við Ísrael um 2. sætið en endaði að lokum með fimmtán og hálfu stigi meira. Kýpur vann 3. deildina með 495 stig og keppir ásamt Íslandi í 2. deild á næsta ári. Markmið Íslands fyrir mótið í Tbilisi var að komast upp um deild, og það tókst þrátt fyrir að Hlynur Andrésson hafi verið dæmdur úr leik í 1500 metra hlaupi karla í gær fyrir að stíga á línu. Engin stig fengust fyrir þá grein en þau stig hefðu jafnvel dugað til sigurs í deildinni. Tvö Íslandsmet féllu er karlasveitin í 4x100m (Juan Ramon, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Ari Bragi) hljóp á 40,84 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,41m í langstökki. En það var íslenska liðsheildin sem kláraði dæmið. Ísland vann fimm einstakar greinar af 40. Kristinn Torfason og Hafdís Sigurðardóttir fögnuðu bæði sigri í langstökki, Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið og boðhlaupssveitir karla og kvenna í 4 x 400 metra hlaupum. Hér fyrir neðan er listi yfir þau sem náðu inn á topp þrjú í sínum greinum.Ísland meðal þriggja efstu í 3. deild EM landsliða 2014Gull (5) Guðmundur Sverrisson - spjótkast Hafdís Sigurðardóttir - langstökk Kristinn Torfason - langstökk Karlasveitin í 4 x 400 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 400 metra hlaupiSilfur (11) Aníta Hinriksdóttir - 800 metra hlaup Aníta Hinriksdóttir - 1500 metra hlaup Ásdís Hjálmsdóttir - spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir - kúluvarp Hafdís Sigurðardóttir - 400 metra hlaup Hafdís Sigurðardóttir - þrístökk Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 200 metra hlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 100 metra grindarhlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 400 metra grindarhlaup Karlasveitin í 4 x 100 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 100 metra hlaupiBrons (7) Arna Ýr Jónsdóttir - stangarstökk Hilmar Örn Jónsson - sleggjukast Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 100 metra hlaup Kári Steinn Karlsson - 5000 metra hlaup Kolbeinn Höður Gunnarsson - 200 metra hlaup Mark Johnson - stangarstökk Vigdís Jónsdóttir - sleggjukast Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00 Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33 Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30 Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum komst upp um deild í Evrópukeppni landsliða þegar liðið endaði í 2. sæti í þriðju deild keppninnar í Tbilisi í Georgíu um helgina. Ísland átti í harðri baráttu við Ísrael um 2. sætið en endaði að lokum með fimmtán og hálfu stigi meira. Kýpur vann 3. deildina með 495 stig og keppir ásamt Íslandi í 2. deild á næsta ári. Markmið Íslands fyrir mótið í Tbilisi var að komast upp um deild, og það tókst þrátt fyrir að Hlynur Andrésson hafi verið dæmdur úr leik í 1500 metra hlaupi karla í gær fyrir að stíga á línu. Engin stig fengust fyrir þá grein en þau stig hefðu jafnvel dugað til sigurs í deildinni. Tvö Íslandsmet féllu er karlasveitin í 4x100m (Juan Ramon, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður, Ari Bragi) hljóp á 40,84 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,41m í langstökki. En það var íslenska liðsheildin sem kláraði dæmið. Ísland vann fimm einstakar greinar af 40. Kristinn Torfason og Hafdís Sigurðardóttir fögnuðu bæði sigri í langstökki, Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið og boðhlaupssveitir karla og kvenna í 4 x 400 metra hlaupum. Hér fyrir neðan er listi yfir þau sem náðu inn á topp þrjú í sínum greinum.Ísland meðal þriggja efstu í 3. deild EM landsliða 2014Gull (5) Guðmundur Sverrisson - spjótkast Hafdís Sigurðardóttir - langstökk Kristinn Torfason - langstökk Karlasveitin í 4 x 400 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 400 metra hlaupiSilfur (11) Aníta Hinriksdóttir - 800 metra hlaup Aníta Hinriksdóttir - 1500 metra hlaup Ásdís Hjálmsdóttir - spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir - kúluvarp Hafdís Sigurðardóttir - 400 metra hlaup Hafdís Sigurðardóttir - þrístökk Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 200 metra hlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 100 metra grindarhlaup Kristín Birna Ólafsdóttir - 400 metra grindarhlaup Karlasveitin í 4 x 100 metra hlaupi Kvennasveitin í 4 x 100 metra hlaupiBrons (7) Arna Ýr Jónsdóttir - stangarstökk Hilmar Örn Jónsson - sleggjukast Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir - 100 metra hlaup Kári Steinn Karlsson - 5000 metra hlaup Kolbeinn Höður Gunnarsson - 200 metra hlaup Mark Johnson - stangarstökk Vigdís Jónsdóttir - sleggjukast
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00 Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33 Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30 Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Ísland enn í öðru sæti Annar keppnisdagur er hafinn í Tiblisi í Georgíu þar sem keppt er í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Íslensku keppendurnir hafa farið ágætlega af stað í morgun og er liðið enn í öðru sæti. 22. júní 2014 11:00
Kolbeinn Höður hljóp sig inn á HM unglinga | Hafdís með Íslandsmet Íslensku keppendurnir halda áfram að gera vel í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu. Kolbeinn Höður Gunnarsson tryggði sér þátttökurétt á HM unglinga og Hafdís Sigurðardóttir vann langstökkið á nýju Íslandsmeti. 22. júní 2014 13:33
Ísland rétt á undan Ísrael | Átta greinar eftir Ísland er enn í öðru sæti 3. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Georgíu þegar aðeins átta greinar eru eftir. 22. júní 2014 12:30
Ísland komst upp um deild Ísland náði öðru sæti í 3. deild Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í Tiblisi í Georgíu um helgina eftir harða baráttu við Ísrael um annað sætið. Kýpur vann deildina örugglega. 22. júní 2014 14:59