Merkingarlaus umhverfismerking Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. júní 2014 07:00 Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar