Merkingarlaus umhverfismerking Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. júní 2014 07:00 Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin „vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus. Merkinu var komið á með vottun samkvæmt opinberri reglugerð árið 1998. Þar var kveðið á um ýmis skilyrði þess að geta fengið vottunina; til dæmis að skepnum hafi ekki verið gefnir hormónar eða óhóflega mikið af sýklalyfjum, að notkun á áburði, lyfjum og varnarefnum í garðyrkju sé innan tiltekinna marka, og búfjárbeit rýri ekki landgæði. Þegar þeir sem fá vottunina hafa fengið hana, á að meta með árlegu eftirliti hvort þeir uppfylli skilyrðin áfram; annars er vottunin afturkölluð og þar með rétturinn til að nota merkinguna. Annars vegar stendur hnífurinn þar í kúnni; eftirlit með vottuninni hefur ekki verið neitt í tólf ár. Atvinnuvegaráðuneytið, áður landbúnaðarráðuneytið, sem setti reglugerðina og á samkvæmt henni að geyma skrár um framleiðendur sem hafa hlotið vottunina, hefur engar upplýsingar um hverjir nota merkinguna. Hins vegar fann Fréttablaðið staðfest dæmi um að framleiðendur sem komu á markað eftir að hætt var að hafa eftirlit með vottuninni hafa engu að síður merkt vörur sínar sem „vistvæna landbúnaðarafurð“. Það heitir einfaldlega að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sama má raunar segja um þá sem einhvern tímann kunna að hafa uppfyllt skilyrðin og gera það jafnvel ennþá, en án þess að nokkur til þess bær aðili votti það eins og vera ber. Það á til dæmis við um næstum því alla grænmetisbændur í landinu. Alls konar merkingar og vottanir um að fylgt sé vistvænum framleiðsluháttum, passað upp á umhverfið, velferðar dýra gætt og þar fram eftir götunum, skipta æ meira máli við markaðssetningu matvöru. Meðvitaðir neytendur fylgjast með þessum merkingum og beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa fengið opinbera gæðastimpla. Það er grafalvarlegt mál þegar framleiðendur skreyta vörur sínar með merki, sem engin raunveruleg vottun eða eftirlit liggur að baki. Með því er verið að blekkja neytendur. Eins og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, benti á í Fréttablaðinu eru þetta líka ósanngjarnir samkeppnishættir. Grænmetisframleiðendur sem þykjast vera vistvænir eru í samkeppni við framleiðendur með lífræna vottun, sem er alvöru vottun, útheimtir mikla vinnu og gæðaeftirlit og sætir ströngu árlegu eftirliti. Það er þess vegna gott hjá Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra að lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að annaðhvort verði eftirliti með vottuninni komið á aftur, eða reglugerðin einfaldlega slegin af. Hins vegar er pínulítið dularfullt að ráðuneytið hans, sem ætti að hafa vitað það í tólf ár að það hefur ekkert eftirlit með vottuninni og heldur engar skrár um þá sem hafa fengið hana, skuli á þeim tíma ekki hafa gert neinar athugasemdir við að búvöruframleiðendur merktu vörur sínar með henni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun