Þeim þótti nashyrningurinn Manuela vera heldur leið og prófuðu að setja hana í reit með sebrahestum og geitum án árangurs. Hún var mjög stygg þegar önnur dýr nálguðust hana og ýtti þeim frá sér. Sebrahestarnir svöruðu í sömu mynt og geiturnar hörfuðu. En þegar Manuela var sett í reit með ösnum róaðist hún og þótti starfsmönnum hún hafa tekið gleði sína á ný.
Hér að neðan má sjá Manúelu og asnana njóta lífsins í hitanum í Tbilisi. Erlendir fjölmiðlar sögðu frá þessu í vikunni.
Þessar tilraunir starfsmanna dýrgarðsins hafa einnig leitt saman lítinn hvolp og ljónshvolpinn Shamba. „Við fylgjumst vel með hversu lengi þeirra vinskapur endist,“ segir Mzia Sharashidze, fjölmiðlafulltrúi dýragarðsins.