Raikkonen: Ekki fleiri tilviljanakenndir snúningar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. júní 2014 21:44 Raikkonen fer ískyggilega nálægt svokölluðum meistaravegg í Kanada. Vísir/Getty Kimi Raikkonen hefur átt í ítrekuðum vandræðum með að halda Ferrari bíl sínum í skefjum í beygjum á tímabilinu. Ótt og títt virðist bíllinn snúast án nokkurrar teljandi ástæðu. Raikkonen telur að nú sé liðið búið að finna lausnina á vandanum. Finninn hefur átt erfitt með að ná upp hraða á tímabilinu. Hann hefur einungis náði í 18 stig í fyrstu sjö keppnum tímabilsins gegn 69 stigum liðsfélaga síns Fernando Alonso. Raikkonen segir að það hafi verið erfitt að finna út hvað var að valda því að bíllinn snérist svo auðveldlega. „Við höfum skoðað marga hluti en það er mjög erfitt að segja hvað er að valda þessu,“ sagði Raikkonen. „Vonandi getum við hér (í Austurríki) verið samkeppnishæfari og ánægðari með hvernig hlutirnir ganga og náð betri niðurstöðu,“ sagði finnski ökumaðurinn. Raikkonen snérist tvisvar í sömu beygjunni í Kanada, einu sinni á æfingu og einu sinni í keppninni sjálfri. „Þegar margir hlutir koma saman getur þetta gerst, við vissum eftir æfinguna en pældum líklega ekki nógu mikið í þessu, þetta mun ekki gerast aftur. Við höfum gert ýmsar breytingar síðan í síðustu keppni,“ sagði Raikkonen, sem hefur mikla reynslu af slíkri hegðun bíla eftir að hafa keppt í rallý í 2 ár. „(Brautin í Austurríki) er ekki svo ólík kanadísku brautinni, sem hefur langa beina kafla og S-beygjur, og þessi hefur langa beina kafla og þrjár hraðar beygjur. En þessi ætti að vera betri en Kanada - Bahrain og Kanada voru erfiðustu brautirnar fyrir okkur og vonandi komum við núna og náum góðum árangri. En við sjáum hvernig þetta fer á morgun,“ sagði Kimi Raikkonen að lokum. Fyrsta æfingin fyrir austurríska kappasturinn fer fram á morgun. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá laugardagsæfingunni og hefst útsending klukkan 8:55. Tímatakan er í beinni útsendingu klukkan 11:50 á laugardag og keppnin sjálf klukkan 11:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Mattiacci: Raikkonen er geysilega svalur gaur Nýráðinn liðsstjóri Ferrari, Marco Mattiacci finnst Kimi Raikkonen "geysilega svalur gaur“ og nýtur þess að vinna með finnska ökumanninum. 29. maí 2014 09:00 Raikkonen: Við erum ekki heimskir Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir. 10. apríl 2014 16:15 Ísmaðurinn hefur verið óheppinn Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari telur að frammistaða sín í ár hafi verið betri en úrslitin hafi sýnt. Hann telur ólán sitt felast í atvikum sem hann fær ekki stjórnað. 3. júní 2014 06:30 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Hakkinen: Alonso með algjöra yfirburði á Raikkonen Mika Hakkinen telur að Kimi Raikkonen verði að ná liðsfélaga sínum, Fernando Alonso. Vilji hann halda sæti sínu hjá Ferrari. 29. apríl 2014 23:30 Ferrari hefur enn trú á Raikkonen James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist. 6. maí 2014 23:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Kimi Raikkonen hefur átt í ítrekuðum vandræðum með að halda Ferrari bíl sínum í skefjum í beygjum á tímabilinu. Ótt og títt virðist bíllinn snúast án nokkurrar teljandi ástæðu. Raikkonen telur að nú sé liðið búið að finna lausnina á vandanum. Finninn hefur átt erfitt með að ná upp hraða á tímabilinu. Hann hefur einungis náði í 18 stig í fyrstu sjö keppnum tímabilsins gegn 69 stigum liðsfélaga síns Fernando Alonso. Raikkonen segir að það hafi verið erfitt að finna út hvað var að valda því að bíllinn snérist svo auðveldlega. „Við höfum skoðað marga hluti en það er mjög erfitt að segja hvað er að valda þessu,“ sagði Raikkonen. „Vonandi getum við hér (í Austurríki) verið samkeppnishæfari og ánægðari með hvernig hlutirnir ganga og náð betri niðurstöðu,“ sagði finnski ökumaðurinn. Raikkonen snérist tvisvar í sömu beygjunni í Kanada, einu sinni á æfingu og einu sinni í keppninni sjálfri. „Þegar margir hlutir koma saman getur þetta gerst, við vissum eftir æfinguna en pældum líklega ekki nógu mikið í þessu, þetta mun ekki gerast aftur. Við höfum gert ýmsar breytingar síðan í síðustu keppni,“ sagði Raikkonen, sem hefur mikla reynslu af slíkri hegðun bíla eftir að hafa keppt í rallý í 2 ár. „(Brautin í Austurríki) er ekki svo ólík kanadísku brautinni, sem hefur langa beina kafla og S-beygjur, og þessi hefur langa beina kafla og þrjár hraðar beygjur. En þessi ætti að vera betri en Kanada - Bahrain og Kanada voru erfiðustu brautirnar fyrir okkur og vonandi komum við núna og náum góðum árangri. En við sjáum hvernig þetta fer á morgun,“ sagði Kimi Raikkonen að lokum. Fyrsta æfingin fyrir austurríska kappasturinn fer fram á morgun. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá laugardagsæfingunni og hefst útsending klukkan 8:55. Tímatakan er í beinni útsendingu klukkan 11:50 á laugardag og keppnin sjálf klukkan 11:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Mattiacci: Raikkonen er geysilega svalur gaur Nýráðinn liðsstjóri Ferrari, Marco Mattiacci finnst Kimi Raikkonen "geysilega svalur gaur“ og nýtur þess að vinna með finnska ökumanninum. 29. maí 2014 09:00 Raikkonen: Við erum ekki heimskir Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir. 10. apríl 2014 16:15 Ísmaðurinn hefur verið óheppinn Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari telur að frammistaða sín í ár hafi verið betri en úrslitin hafi sýnt. Hann telur ólán sitt felast í atvikum sem hann fær ekki stjórnað. 3. júní 2014 06:30 Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45 Hakkinen: Alonso með algjöra yfirburði á Raikkonen Mika Hakkinen telur að Kimi Raikkonen verði að ná liðsfélaga sínum, Fernando Alonso. Vilji hann halda sæti sínu hjá Ferrari. 29. apríl 2014 23:30 Ferrari hefur enn trú á Raikkonen James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist. 6. maí 2014 23:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mattiacci: Raikkonen er geysilega svalur gaur Nýráðinn liðsstjóri Ferrari, Marco Mattiacci finnst Kimi Raikkonen "geysilega svalur gaur“ og nýtur þess að vinna með finnska ökumanninum. 29. maí 2014 09:00
Raikkonen: Við erum ekki heimskir Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir. 10. apríl 2014 16:15
Ísmaðurinn hefur verið óheppinn Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari telur að frammistaða sín í ár hafi verið betri en úrslitin hafi sýnt. Hann telur ólán sitt felast í atvikum sem hann fær ekki stjórnað. 3. júní 2014 06:30
Forseti Ferrari: Sársaukafullt að sjá hversu hægur bíllinn er Ferrari-ökuþórarnir Fernando Alonso og Kimi Raikkonen eru varla samkeppnishæfir í Formúlu 1 eins og kom í ljós í Barein þar sem margir veikleikar nýja bílsins voru afjúpaðir. 7. apríl 2014 15:45
Hakkinen: Alonso með algjöra yfirburði á Raikkonen Mika Hakkinen telur að Kimi Raikkonen verði að ná liðsfélaga sínum, Fernando Alonso. Vilji hann halda sæti sínu hjá Ferrari. 29. apríl 2014 23:30
Ferrari hefur enn trú á Raikkonen James Allison, tæknistjóri Ferrari-liðsins í formúlu eitt, trúir að Kimi Raikkonen nái að yfirstíga vandræðin sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Tilraunir finnska ökumannsins til að berjast við liðsfélaga sinn, Fernando Alonso hafa hingað til mistekist. 6. maí 2014 23:00