Viðbrögð á TripAdvisor hreyfðu við útrás Gló Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2014 10:35 Sólveig Eiríksdóttir ÞÞ Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17