Góður bær fyrir fjölskyldur Almar Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 11:50 Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun