Guðmundur: Það var grátið á laugardaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2014 15:15 Vísir/Getty Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. Guðmundur hefur gagnrýnt mótafyrirkomulagið í Þýskalandi en Kiel varð meistari um helgina eftir að hafa unnið stórsigur á Füchse Berlin á heimavelli. Löwen var með betra markahlutfall fyrir lokaumferðina en missti Kiel upp fyrir sig þrátt fyrir fimm marka sigur á Gummersbach. Svo fór að Kiel vann titilinn með 59 stig og jákvæðri markatölu upp á 236 mörk. Löwen fékk einnig 59 stig en var tveimur mörkum á eftir Kiel. „Þetta mótafyrirkomulag er með þeim hætti að það var verið að keppa um hvert einasta mark. Við fengum fregnir af því hvernig staðan væri hjá Kiel og Füchse Berlin, þar sem Kiel var komið sautján mörkum yfir.“ „Þetta varð að ómögulegu verkefni fyrir okkur því lið Gummerbach barðist um á hæl og hnakka gegn okkur á sama tíma og Kiel var að slátra Berlín. Þá greip um sig ákveðin örvænting hjá okkur,“ útskýrði Guðmundur. „Enginn átti von að Berlín myndi tapa svona stórt þó svo að ég væri búinn að undirbúa mig fyrir hvað sem er.“ „Menn voru algjörlega niðurbrotnir eftir leikinn. Ég hef sjaldan séð annað eins. Menn felldu mörg og stór tár inni í klefa. Á bak við svona lagað liggur gríðarleg vinna og það er ekki hægt að lýsa því í orðum þegar þetta hleypur í burtu frá mönnum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Einstök þrenna hjá bæði Alfreð og Aroni Kiel varð þýskur meistari í handbolta á ógleymanlegan hátt um helgina þegar liðið "stal“ titlinum af Ljónunum á síðustu stundu. 26. maí 2014 07:30 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi þjálfari Rhein-Neckar Löwen, segir að það hefði verið dapurt að missa af meistaratitlinum í Þýskalandi vegna markatölu. Guðmundur hefur gagnrýnt mótafyrirkomulagið í Þýskalandi en Kiel varð meistari um helgina eftir að hafa unnið stórsigur á Füchse Berlin á heimavelli. Löwen var með betra markahlutfall fyrir lokaumferðina en missti Kiel upp fyrir sig þrátt fyrir fimm marka sigur á Gummersbach. Svo fór að Kiel vann titilinn með 59 stig og jákvæðri markatölu upp á 236 mörk. Löwen fékk einnig 59 stig en var tveimur mörkum á eftir Kiel. „Þetta mótafyrirkomulag er með þeim hætti að það var verið að keppa um hvert einasta mark. Við fengum fregnir af því hvernig staðan væri hjá Kiel og Füchse Berlin, þar sem Kiel var komið sautján mörkum yfir.“ „Þetta varð að ómögulegu verkefni fyrir okkur því lið Gummerbach barðist um á hæl og hnakka gegn okkur á sama tíma og Kiel var að slátra Berlín. Þá greip um sig ákveðin örvænting hjá okkur,“ útskýrði Guðmundur. „Enginn átti von að Berlín myndi tapa svona stórt þó svo að ég væri búinn að undirbúa mig fyrir hvað sem er.“ „Menn voru algjörlega niðurbrotnir eftir leikinn. Ég hef sjaldan séð annað eins. Menn felldu mörg og stór tár inni í klefa. Á bak við svona lagað liggur gríðarleg vinna og það er ekki hægt að lýsa því í orðum þegar þetta hleypur í burtu frá mönnum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00 Einstök þrenna hjá bæði Alfreð og Aroni Kiel varð þýskur meistari í handbolta á ógleymanlegan hátt um helgina þegar liðið "stal“ titlinum af Ljónunum á síðustu stundu. 26. maí 2014 07:30 Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52 Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni. 26. maí 2014 16:00
Einstök þrenna hjá bæði Alfreð og Aroni Kiel varð þýskur meistari í handbolta á ógleymanlegan hátt um helgina þegar liðið "stal“ titlinum af Ljónunum á síðustu stundu. 26. maí 2014 07:30
Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. 24. maí 2014 15:52
Guðmundur: Einkennilegt fyrirkomulag Rhein-Neckar Löwen missti af þýska meistaratitlinum í handbolta eftir dramatíska lokaumferð í gær. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, er ekki sáttur með að markatala skuli ráða úrslitum, verði lið jöfn að stigum. 25. maí 2014 22:45