Tuttugu ár frá því að Ayrton Senna lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2014 14:00 Ayrton Senna. Vísir/Getty Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty Formúla San Marínó Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty
Formúla San Marínó Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira