Hamilton nánast fullkominn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 17:45 Lífið leikur við Lewis Hamilton þessa dagana. Vísir/Getty Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes-liðsins í Formúlu 1, hefur byrjað tímabilið alveg frábærlega en eftir að klára ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vann hann næstu þrjár í Malasíu, Barein og Kína. „Enginn ökumaður verður heimsmeistari með slöku liði en það sem þú getur gert er að sýna hversu flotta sigra þú getur unnið,“ segir NigelMansell, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, um samlanda sinn, Hamilton. Mercedes-bíllinn er sá langbesti í Formúlu 1 í ár eftir róttækar reglubreytingar og er Hamilton að nýta sér gæði bílsins til hins ítrasta. Hann hefur þrívegis náð ráspól og unnið þrjár keppnir sem fyrr segir. Eftir að verða heimsmeistari árið 2008 hefur Hamilton átt erfitt uppdráttar en hann lítur nú betur út en nokkru sinni fyrr og er sá maður sem aðrir þurfa að sigra ætli þeir að verða meistarar. „Hann er nánast búinn að vera fullkominn. Bara algjörlega frábær. Hann fær fullkomið frelsi til að sleppa fram af sér beislinu. Hann á bara eftir að fá meira sjálfstraust eftir því sem hann vinnur fleiri keppni,“ segir Nigel Mansell. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes-liðsins í Formúlu 1, hefur byrjað tímabilið alveg frábærlega en eftir að klára ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vann hann næstu þrjár í Malasíu, Barein og Kína. „Enginn ökumaður verður heimsmeistari með slöku liði en það sem þú getur gert er að sýna hversu flotta sigra þú getur unnið,“ segir NigelMansell, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, um samlanda sinn, Hamilton. Mercedes-bíllinn er sá langbesti í Formúlu 1 í ár eftir róttækar reglubreytingar og er Hamilton að nýta sér gæði bílsins til hins ítrasta. Hann hefur þrívegis náð ráspól og unnið þrjár keppnir sem fyrr segir. Eftir að verða heimsmeistari árið 2008 hefur Hamilton átt erfitt uppdráttar en hann lítur nú betur út en nokkru sinni fyrr og er sá maður sem aðrir þurfa að sigra ætli þeir að verða meistarar. „Hann er nánast búinn að vera fullkominn. Bara algjörlega frábær. Hann fær fullkomið frelsi til að sleppa fram af sér beislinu. Hann á bara eftir að fá meira sjálfstraust eftir því sem hann vinnur fleiri keppni,“ segir Nigel Mansell.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira